Mynd/ehg
Fólk 11. maí 2017

Bar upp bónorð í bændaferð í Noregi

Erla H. Gunnarsdóttir

Sá skemmtilegi atburður varð í ferð íslenskra bænda til Noregs á dögunum að í fyrsta sinn í sögu Bændaferða (Hey Iceland) var borið upp bónorð í beinni í Lysefjorden-bjórbrugghúsinu í Bergen.

Brynjólfur Þór Jóhannsson fór niður á skeljarnar fyrir sína heittelskuðu, Piu Ritu Simone Schmauder, við mikinn fögnuð viðstaddra. Tilvonandi brúðhjónin eru kúabændur á bænum Kolholtshelli í Flóahreppi. 

Sjá nánar um ferðina á blaðsíðum 46-47 í nýju Bændablaði.