Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Kerlingardalur
Bóndinn 22. febrúar 2018

Kerlingardalur

Í Kerlingardal eru hefðbundin bústörf á jörðinni. Ábúendurnir Karl Pálmason og Victoria Reinholdsdóttir reka auk þess lítið sambýli fyrir fatlaða og hafa gert frá 1997, sem skapar þrjú til fjögur störf. Victoria er grunnskólakennari við Víkurskóla. 
 
Býli:  Kerlingardalur.
 
Staðsett í sveit: Mýrdalshreppi.  
 
Ábúendur: Karl Pálmason og Victoria Reinholdsdóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Karl, Victoria, Ásrún, Andrea, Eyjólfur, Karl Anders, Olof Jóhann og hundurinn Lappi.
 
Gerð bús? Blandaður búrekstur ásamt rekstri á litlu sambýli fyrir fatlaða.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 380 kindur, 80 holdanautgripir og 14 aliendur.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?  Hefðbundin bústörf eftir árstíðum.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Vorið, burðurinn og smölun þegar vel gengur.Leiðinlegust er girðingarvinna í vondu veðri.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Svipaður búskapur ásamt ferðaþjónustu.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Þurfa að bretta upp ermar á flestum sviðum.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vonandi höndla menn að efla hann og þróa.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?  Geta verið á mörgum sviðum en þarfnast meiri eftirfylgni.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, smjör, ostur, egg, tyttu­berjasulta og tómatssósa.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Kindasteik og nautasteik.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Sauðburður í öskufalli í Grímsvatnagosi.

6 myndir:

Dýrmæt samvinna
Bóndinn 15. apríl 2024

Dýrmæt samvinna

Þórdís Halldórsdóttir bóndi kynnir lesendum búskap sinn á Ytri-Hofdölum í Skagaf...

Verðmæti til í öllu
Bóndinn 22. mars 2024

Verðmæti til í öllu

Grænegg eiga sér tæplega 70 ára fjölskyldusögu í hænsnarækt auk þess sem Sveinbj...

Allir vegir færir
Bóndinn 8. mars 2024

Allir vegir færir

Steinþór Logi Arnarsson og Eydís Anna Kristófersdóttir, sauðfjárbændur í Stórhol...

Forréttindastarf
Bóndinn 23. febrúar 2024

Forréttindastarf

Hjörvar Ágústsson hrossaræktarbóndi gefur hér lesendum innlit í líf og starf fjö...

Enginn dagur eins
Bóndinn 9. febrúar 2024

Enginn dagur eins

Óli Finnsson er garðyrkjubóndi ásamt Ingu Sigríði Snorradóttur. Þau fluttu árið ...

Horfir fram á veginn
Bóndinn 26. janúar 2024

Horfir fram á veginn

Ísak Jökulsson bóndi rekur búið Ósabakka ehf. í samvinnu við föður sinn, Jökul H...

Draumur varð að veruleika
Bóndinn 12. janúar 2024

Draumur varð að veruleika

Hjónin Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvi Guðni Ingimundarson tóku við búi foreldr...

Vesturkot
Bóndinn 8. nóvember 2023

Vesturkot

Vesturkot er vestasti bærinn á Ólafsvallartorfunni og lengst af hefur verið reki...