Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Arnheiðarstaðir
Bóndinn 16. nóvember 2017

Arnheiðarstaðir

Arnheiðarstaðir er gömul landnámsjörð að talið er og þar að auki gömul kristfjárjörð sem ábúendur jarðarinnar keyptu árið 2002. Foreldrar Eiríks, núverandi ábúanda, þau Jón E. Kjerúlf og Guðrún Einarsdóttir, bjuggu þá á jörðinni. Eiríkur tekur við búinu árið 2005, en síðar rugla þau Eiríkur og Matthildur saman reitum og árið 2010 kemur hún í búskapinn. 
 
Árið 1991 voru byggð ný fjárhús fyrir 300 fjár en þá voru fyrir gömul fjárhús sem voru rifin vegna allsherjar riðuniðurskurðar á svæðinu. Árið 1999 var byggt nýtt íbúðarhús og flutt í það árið 2000. Árið 2006–2007 var byggð rúlluaðstaða og fjárhús fyrir 200 fjár. Árið 2012 og 2013 var svo mokað út úr 300 kinda fjárhúsinu – sem var taðhús og steyptur kjallari – og smíðaðar grindur.
 
Býli: Arnheiðarstaðir. 
 
Staðsett í sveit: Fljótsdalur á Héraði.
 
Ábúendur: Eiríkur J. Kjerúlf og Matthildur Erla Þórðardóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Eiríkur og Matthildur. Matthildur á tvö uppkomin börn; Þórarin Pál Andrésson, 30 ára, bóndi á Fljótsbakka í Eiðaþinghá, og Birna Sólrún Andrésdóttir, 27 ára, bóndi á Skipanesi í Hvalfjarðarsveit. Á hún líka ótrúlegan fjölda af barnabörnum. Svo eru smalatíkurnar Katla og Týra, og veiðikötturinn Pjakkur.
 
Stærð jarðar?  Eitthvað í kringum 3.000 ha.
 
Gerð bús? Sauðfjárbúskapur og 25 ha skógrækt.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 436 vetrarfóðraðar kindur, sex hestar  notaðir við smalamennskur og svo níu íslenskar varphænur.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Misjafnt eftir árstíðum. Fénu gefið tvisvar á dag allan veturinn, sólarhringsvakt allan sauðburðinn. Mislangir dagar við smalamennskur og heyskap. Frá miðjum nóvember fram í miðjan apríl vinnur Eiríkur hjá Skógrækt ríkisins á Hallormsstað við skógarhögg og ýmislegt annað.  Matthildur sér um búið á meðan. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Öll störf eru skemmtileg, kannski misskemmtileg.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Svipaðan, en vonandi með betri afkomu.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Við höldum og vonum að allir séu að gera sitt besta eins og hægt er. En þetta er ekki alltaf þægileg staða að vera í forsvari fyrir bændur þegar lítils skilnings gætir hjá ráðamönnum þjóðarinnar.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vel, ef rétt er haldið á spilunum.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Í kjöti og mjólkurvörum. 
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, egg, ostur, kæfa, smjör, sulta og slátur.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Steikt kindalæri, eða bógur, með brúnni sósu, rabarbarasultu og ora grænum baunum.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar flutt var í nýja íbúðarhúsið árið 2000, og þegar taðfjárhúsunum var breytt í grindahús.
 
Matthildur Svana, ömmu- og afastelpa, í sveitinni.
 
 
Eiríkur J. Kerúlf og Matthildur Erla Þórðardóttir með barnabarn sitt.

4 myndir:

Dýrmæt samvinna
Bóndinn 15. apríl 2024

Dýrmæt samvinna

Þórdís Halldórsdóttir bóndi kynnir lesendum búskap sinn á Ytri-Hofdölum í Skagaf...

Verðmæti til í öllu
Bóndinn 22. mars 2024

Verðmæti til í öllu

Grænegg eiga sér tæplega 70 ára fjölskyldusögu í hænsnarækt auk þess sem Sveinbj...

Allir vegir færir
Bóndinn 8. mars 2024

Allir vegir færir

Steinþór Logi Arnarsson og Eydís Anna Kristófersdóttir, sauðfjárbændur í Stórhol...

Forréttindastarf
Bóndinn 23. febrúar 2024

Forréttindastarf

Hjörvar Ágústsson hrossaræktarbóndi gefur hér lesendum innlit í líf og starf fjö...

Enginn dagur eins
Bóndinn 9. febrúar 2024

Enginn dagur eins

Óli Finnsson er garðyrkjubóndi ásamt Ingu Sigríði Snorradóttur. Þau fluttu árið ...

Horfir fram á veginn
Bóndinn 26. janúar 2024

Horfir fram á veginn

Ísak Jökulsson bóndi rekur búið Ósabakka ehf. í samvinnu við föður sinn, Jökul H...

Draumur varð að veruleika
Bóndinn 12. janúar 2024

Draumur varð að veruleika

Hjónin Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvi Guðni Ingimundarson tóku við búi foreldr...

Vesturkot
Bóndinn 8. nóvember 2023

Vesturkot

Vesturkot er vestasti bærinn á Ólafsvallartorfunni og lengst af hefur verið reki...