Smáauglýsingar

Óska eftir landi í skiptum fyrir gott einbýli í Lundunum í Garðabæ að stærð 214,3 fm og þar af er bílskúr 51,8 fm. Að auki er ca 70 m2 viðbygging ekki í birtu flatarmáli. Mjög gott útsýni. 4 svefnherbergi, ásamt mjög stórri hjónaherbergisálmu. Alls 5 svefnherbergi. Eignin hefur verið að ganga í gegnum endurbætur síðustu ár og er eignin að mestu í nýlegu og góðu standi, þó hluti sé eftir sem enn er upprunalegur, en virkar. Með landið er allt skoðað en helstu kostir væru, víðsýni, fjallasýn og bæjarlækur. 1 til 2 tíma akstur frá Rvk. Ekki væri verra ef það væri nothæfur torfbær á lóðinni. Nánari uppl. fást í síma 896-3847.

Smáauglýsing skráð: 29. apríl 2019

Tilbaka