Smáauglýsingar

Starfsmann vantar í fullt starf sem fyrst hjá Pólýhúðun ehf. sem hefur verið stöðugt og öflugt fyrirtæki í duftlökkun (powder coating) síðastliðin 20 ár. Helstu verkefni er duftlökkun og sandblástur fyrir málm-, bygginga-, bíla- og húsgagna- og hönnunariðnaðinn á Íslandi. Starfslýsing og helstu verkefni: Hlutverk starfsmanns er að aðstoða við að undirbúa málmhluti til lökkunar og frágangur til afgreiðslu ásamt öðrum tilfallandi störfum. Menntunar- og hæfniskröfur: Starfsmaður þarf að tala og skilja íslensku, vera heilsuhraustur, eiga góð mannleg samskipti og vera stundvís. Kostur að hafa lyftararéttindi og iðnmenntun. Starfskjör/launakjör:Fer eftir hæfni, þekkingu og reynslu. Tekið er við umsóknum á staðnum og netfangið: polyhudun@polyhudun.is fyrir 5. ágúst 2018.

Tilbaka