Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Rekum öfluga hagsmunabaráttu fyrir bændur í landinu
Mynd / HKr.
Skoðun 7. maí 2020

Rekum öfluga hagsmunabaráttu fyrir bændur í landinu

Höfundur: Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands - gunnar@bondi.is

Í upphafi þessa pistils vil ég þakka öllum þeim sem komið hafa að viðbragðshópi Bændasamtakanna vegna kórónufaraldursins fyrir vel unnin störf á erfiðum og krefjandi tímum. Þar hafa allir unnið sem einn maður að úrlausn mála sem snúið hafa að landbúnaði í heild sinni. 

Verkefnin hafa verið fjölbreytt og snerta allar búgreinar, svo sem málefni einstakra bænda, verkefni sláturhúsa, afleysingaþjónustu, leiðbeiningar til bænda um umgengni á búum og svo mætti lengi telja. Einnig vil ég þakka bændum fyrir ábyrgð í rekstri sinna búa þar sem um frumframleiðslu er að ræða og nauðsyn okkar að sinna fæðuöryggi á þessum undarlegu tímum.

Útfærsla félagsgjalda

Talsverð umræða hefur verið um aðildargjald að Bændasamtökum Íslands, en tillaga að veltutengdu gjaldi var samþykkt af Búnaðarþingi sem haldið var í byrjun marsmánaðar. Stjórn ræddi næstu skref á grundvelli samþykktar þingsins á fyrsta stjórnarfundi sínum þann 12. mars. Þar var rætt um tillögu Búnaðarþings þar sem því var vísað til stjórnar að útfæra breytt fyrirkomulag félagskerfis  Bændasamtakanna til næstu ára. 

Á næsta fundi á eftir átti að ræða útfærslur á aðkomu bænda að Búnaðarþingi og atkvæðavægi á grundvelli veltu og annarra ákvæða sem unnið var að í aðdraganda þingsins. En ýmislegt breyttist í störfum og áherslum með samkomubanninu. Þetta var eitt af því sem því miður þurfti að fresta en vinna hefur verið sett í gang á ný þar sem við höfum heldur rýmri tíma til að sinna öðru en COVID-19. Það er von okkar að tillögur verði formaðar nú í byrjun sumars og í framhaldinu kynntar fyrir bændum.

Stöndum vörð um hagsmuni bænda

Stjórn Bændasamtakanna hefur ekki aðrar forsendur til innheimtu félagsgjalds en þær sem samþykktar voru á Búnaðarþingi til að reka Bændasamtökin. Síðan er vinnan eftir við að útfæra atkvæðavægi og skilgreiningu á öllum aðildarfélögum innan Bændasamtakanna. Nauðsynlegt er að einfalda fyrirkomulagið. 

Í mínum huga felst mikill mannauður í þeim starfsmönnum sem vinna nú þegar hjá BÍ og hinum ýmsu búgreinafélögum og er mikilvægt að skoða hvernig við nýtum þá sem best. Sama á við um fjármuni sem fara í rekstur, bæði hjá búgreinafélögunum og hjá Bændasamtökunum. Ef við sem bændur höfum ekki efni á að reka eigin hagsmunagæslu þá veit ég ekki hver á að standa straum af henni. Bændasamtökin eru ekki fyrir stjórn samtakanna heldur fyrir bændur á Íslandi. Bændasamtökin bera mikla ábyrgð á lagalegum grunni og fer til dæmis með samningsumboð fyrir hönd bænda við gerð búvörusamninga. Mér hefur þótt umræðan vera á þeim grunni að það skipti litlu máli. Ég vil hvetja bændur til að standa vörð um eigin hagsmuni og verða aðilar að Bændasamtökunum, efla þau frekar en hitt og stefna bjartsýn inn í framtíðina. 

Enn og aftur vil ég hvetja bændur til að skrá sig inn á Bændatorgið og uppfæra sína félagsaðild svo við í sameiningu getum rekið öfluga hagsmunabaráttu fyrir bændur í landinu.

Við þurfum sterkt landbúnaðarráðuneyti

Annað baráttumál bænda er að endurheimta landbúnaðarráðuneytið sem eftir nokkra snúninga á síðustu árum heitir nú atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Í mínum huga finnst mér þessi mikilvæga atvinnugrein fá lítið vægi innan núverandi fyrirkomulags. Það er eitt af því sem við verðum að taka samtal um við ríkisvaldið. Þar þurfum við að horfa til allra mála. Ein spurningin er af hverju skógræktin er vistuð í umhverfisráðuneytinu. Hún á miklu frekar heima innan landbúnaðarráðuneytisins ásamt öðrum málefnum sem snúa beint að bændum.

Matvælasjóður í burðarliðnum

Mikil tækifæri eru í nýstofnuðum Matvælasjóði fyrir íslenskan landbúnað. Talsverð vinna er eftir við útfærslu hins nýja sjóðs, m.a. að móta reglur og aðra umgjörð. Ég hvet bændur til að fylgjast með þegar auglýst verður eftir umsóknum í sjóðinn sem verður vonandi seinna í sumar. Með sjóðnum opnast ýmis tækifæri til nýsköpunar í landbúnaði og framþróunar á öllum sviðum matvælaframleiðslunnar.

Náttúrulegir óvinir meindýra – Hetjur skógarins?
Skoðun 3. október 2025

Náttúrulegir óvinir meindýra – Hetjur skógarins?

Náttúrulegir óvinir meindýra eru hópur lífvera sem eiga það sameiginlegt að næra...

 Kregðubólusetningar - val eða vitleysa
Skoðun 3. október 2025

Kregðubólusetningar - val eða vitleysa

Kregða þýðir sá sem étur lítið.  Kregðusýkillinn telst til s.k. berfryminga (Myc...

Ósýnilegi burðarásinn í öryggismálum þjóðarinnar
Skoðun 3. október 2025

Ósýnilegi burðarásinn í öryggismálum þjóðarinnar

Við hugsum oft um almannavarnir sem viðbragð við náttúruhamförum, farsóttum eða ...

Varðveisla erfðaauðlinda
Skoðun 2. október 2025

Varðveisla erfðaauðlinda

Búfé og plöntur hafa fylgt manninum í um 10.000 ár eða frá þeim tíma sem maðurin...

Sterkir innviðir — sterkt samfélag
Skoðun 2. október 2025

Sterkir innviðir — sterkt samfélag

Í nýliðnum ágúst átti ég milliliðalaust samtal við íbúa og sveitarstjórnarfólk á...

Hernaðurinn gegn Hamarsdal
Skoðun 2. október 2025

Hernaðurinn gegn Hamarsdal

Góðir lesendur. Heggur sá er hlífa skyldi.  Ég fordæmi ákvörðun umhverfisráðherr...

Íslensk skógrækt í alþjóðlegu samhengi
Skoðun 1. október 2025

Íslensk skógrækt í alþjóðlegu samhengi

Dagana 9.–11. september fóru tveir fulltrúar Skógardeildar Bændasamtaka Íslands ...

Gætum að geðheilsunni
Skoðun 29. september 2025

Gætum að geðheilsunni