Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Nýr vefur bbl.is
Skoðun 19. júní 2014

Nýr vefur bbl.is

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Eftir langa meðgöngu var nýr vefur Bændablaðsins opnaður í síðustu viku. Það er ánægjuefni fyrir okkur sem stöndum að blaðinu að bjóða lesendum upp á betri þjónustu á vefslóðinni bbl.is. Það er stefnan að setja sem mest af efni prentútgáfunnar inn á vefinn og auðvitað líka nýjar fréttir. Sem fyrr verður hægt að nálgast PDF af Bændablaðinu aftur í tímann en helsta breytingin felst í liprari framsetningu efnis á vefnum en áður var. Nú er bbl.is aðgengilegur í snjallsímum og  spjaldtölvum þannig að enginn ætti að vera út undan þegar afla þarf upplýsinga úr málgagni bænda og dreifbýlis.

Með nýja vefnum mun blaðið marka sér skýrari stefnu í auglýsingum á vefnum. Nú geta auglýsendur valið á milli nokkurra valkosta sem þeir ættu hiklaust að nýta sér. Auglýsingastjóri Bændablaðsins mun sjá um sölu og kynningu á auglýsingaborðum og eru áhugasamir hvattir til að kynna sér verð og hagstæða skilmála. Þá mun birting á smáauglýsingum taka stakkaskiptum á nýja vefnum. Auðvelt er fyrir notendur að skrá auglýsingar í gegnum vefinn og greiða með greiðslukorti í gegnum örugga greiðslugátt Borgunar. Smáauglýsingar Bændablaðsins eru afar vinsælar og hafa þær aukist til muna að vöxtum undanfarin misseri.

Ástæða er til að þakka þeim sem unnu að endurgerð vefsins, en fyrirtækið Dacoda í Reykjanesbæ sá um forritun og uppsetningu. Hörður Kristbjörnsson hannaði útlit vefsins og starfsmenn útgáfu- og  kynningarsviðs Bændasamtakanna, þeir Sigurður Már Harðarson og Freyr Rögnvaldsson, báru hitann og þungann af vefvinnunni í samvinnu við aðra starfsmenn BÍ.

Allar ábendingar um nýja vefinn og þróun hans eru vel þegnar á netfang blaðsins, bbl@bondi.is. Munum svo að „læka“ og deila!

Náttúrulegir óvinir meindýra – Hetjur skógarins?
Skoðun 3. október 2025

Náttúrulegir óvinir meindýra – Hetjur skógarins?

Náttúrulegir óvinir meindýra eru hópur lífvera sem eiga það sameiginlegt að næra...

 Kregðubólusetningar - val eða vitleysa
Skoðun 3. október 2025

Kregðubólusetningar - val eða vitleysa

Kregða þýðir sá sem étur lítið.  Kregðusýkillinn telst til s.k. berfryminga (Myc...

Ósýnilegi burðarásinn í öryggismálum þjóðarinnar
Skoðun 3. október 2025

Ósýnilegi burðarásinn í öryggismálum þjóðarinnar

Við hugsum oft um almannavarnir sem viðbragð við náttúruhamförum, farsóttum eða ...

Varðveisla erfðaauðlinda
Skoðun 2. október 2025

Varðveisla erfðaauðlinda

Búfé og plöntur hafa fylgt manninum í um 10.000 ár eða frá þeim tíma sem maðurin...

Sterkir innviðir — sterkt samfélag
Skoðun 2. október 2025

Sterkir innviðir — sterkt samfélag

Í nýliðnum ágúst átti ég milliliðalaust samtal við íbúa og sveitarstjórnarfólk á...

Hernaðurinn gegn Hamarsdal
Skoðun 2. október 2025

Hernaðurinn gegn Hamarsdal

Góðir lesendur. Heggur sá er hlífa skyldi.  Ég fordæmi ákvörðun umhverfisráðherr...

Íslensk skógrækt í alþjóðlegu samhengi
Skoðun 1. október 2025

Íslensk skógrækt í alþjóðlegu samhengi

Dagana 9.–11. september fóru tveir fulltrúar Skógardeildar Bændasamtaka Íslands ...

Gætum að geðheilsunni
Skoðun 29. september 2025

Gætum að geðheilsunni