Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
„Í garðyrkjunni eru um 200 fyrirtæki starfrækt á Íslandi en þeim hefur fækkað. Þá hefur raforkuverð til garðyrkju lítið breyst undanfarið en ljóst að hagurinn af því að markaðssetja vöru sem lífræna eða framleidda undir formerkjum grænnar orku er fokið út í veður og vind.“
„Í garðyrkjunni eru um 200 fyrirtæki starfrækt á Íslandi en þeim hefur fækkað. Þá hefur raforkuverð til garðyrkju lítið breyst undanfarið en ljóst að hagurinn af því að markaðssetja vöru sem lífræna eða framleidda undir formerkjum grænnar orku er fokið út í veður og vind.“
Mynd / ghp
Lesendarýni 12. janúar 2023

Út í veður og vind

Höfundur: Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands

Líkt og frægur maður sagði eitt sinn, þá sækjum við Íslendingar styrkleika okkar í tölfræði.

Gunnar Þorgeirsson
formaður Bændasamtaka Íslands

Við erum best í heiminum, miðað við höfðatölu. Á Íslandi erum við einnig með flesta nóbelsverðlaunahafa, miðað við höfðatölu og á Íslandi er gnótt grænnar orku, miðað við höfðatölu! Hvert mannsbarn á Íslandi veit að hér á landi erum við í sérstöðu, búandi að umhverfisvænni orku sem felur ekki í sér losun koltvísýrings eða mengunar. Þessa umhverfisvænu orku sækjum við í fallandi vatnsaflið og jarðvarmann og styðjum þar m.a. við matvælaframleiðslu, bæði í landbúnaði og sjávarútvegi.

Við orkuskipti á landsvísu stefnum við hraðbyri í átt að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Það var því mikill áfangi hjá umhverfisráðherra að koma í gegnum þingið þriðja áfanga rammaáætlunar sem samþykktur var af Alþingi í júní á síðasta ári. Með áætluninni um vernd og nýtingu landsvæða verður þar með hægt að ná yfir helstu orkuauðlindir landsins og taka tillit til ólíkra hagsmuna á breiðum grundvelli.

Sérstaða íslenskrar landbúnaðarframleiðslu

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að íslenskur landbúnaður, sjávarútvegur og fiskeldi séu þungamiðja innlendrar matvælaframleiðslu sem efld verði á kjörtímabilinu. Neytendur sýna í sífellt stærra mæli aukinn áhuga á hreinum afurðum, sem framleiddar eru með endurnýjanlegri orku og grunnu kolefnisspori á Íslandi. Þar með skapast mikil sóknarfæri í framleiðslu matvæla og ýmissa hliðarafurða. En það er með öllu tilgangslaust að tala um sóknarfæri og sérstöðu íslenskrar landbúnaðarframleiðslu með tilliti til grænnar orku ef orkuöryggið er ekki til staðar. Við þurfum að byggja upp sterkt flutningskerfi sem er viðnáms- og áfallaþolið enda erum við staðsett við 66° norðlægrar breiddargráðu, þar sem langflestir Bolvíkingar eru búsettir eins og maðurinn sagði eitt sinn.

Í stjórnarsáttmálanum kemur jafnframt fram að á kjörtímabilinu sé stefnt að aukinni lífrænni ræktun. Það raungerist ekki án grænnar orku. Það sló mig því óneitanlega þegar tilkynnt var um það að Landsvirkjun hætti um liðin áramót að afhenda græn vottorð til smásala raforku á Íslandi án endurgjalds. Þess í stað verða þessi vottorð seld á evrópskum markaði. Samkvæmt fréttum RÚV okkar landsmanna allra, þýðir þetta að íslensk smásölufyrirtæki, eins og Orka náttúrunnar, HS Orka og fleiri mega ekki markaðssetja þá orku sem keypt er af Landsvirkjun sem græna orku nema að greiða fyrir það sérstakt gjald. Að sama skapi geta fyrirtæki sem framleiða vörur með grænni orku ekki auglýst að varan sé framleidd úr grænni orku nema að hafa verslað sér vottun. Þetta hefur því bein áhrif á okkar atvinnugrein sem samanstendur af landeldi og landbúnaði.

Aukinn kostnaður

Staðan er raunverulega sú að ef smásölufyrirtæki raforku og þar með notendurnir sjá ekki hag sinn í því að versla vottun geta þeir að sjálfsögðu ekki nýtt hana á sínar vörur. Fram hefur komið að markaðsvirði þessara vottana sé um 1,3 krónur á kílóvattstund. Fyrir meðalgarðyrkjustöð er það um 4-5 millj. kr. í aukinn framleiðslukostnað ár hvert, þar sem launakostnaður er stærsti einstaki kostnaðarliðurinn í greininni.

Í garðyrkjunni eru um 200 fyrirtæki starfrækt á Íslandi en þeim hefur fækkað. Þá hefur raforkuverð til garðyrkju lítið breyst undanfarið en ljóst að hagurinn af því að markaðssetja vöru sem lífræna eða framleidda undir formerkjum grænnar orku er fokið út í veður og vind. „Tækifærin okkar liggja í orkunni“ segja allir. En er það raunin?

Gerum allt að garði
Lesendarýni 28. nóvember 2025

Gerum allt að garði

Garðurinn í kringum Listasafn Árnesinga í Hveragerði er bæði umgjörð um safnið o...

Ríkið á ekki að styrkja skógrækt með framandi ágengum tegundum
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Ríkið á ekki að styrkja skógrækt með framandi ágengum tegundum

Aukin ásókn í ræktun skóga með framandi ágengum tegundum, eins og hún hefur tíðk...

Að vera í stríði við sjálfan sig
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Að vera í stríði við sjálfan sig

Snjótittlingurinn er ein helsta hetja norðursins. Vegur um 40 grömm og stenst fr...

Aðgerðir til stuðnings sjálfbærum landbúnaði
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Aðgerðir til stuðnings sjálfbærum landbúnaði

Tækifærin til orkusparnaðar, aukinnar sjálfbærni og samdráttar í losun gróðurhús...

Bóndi er bústólpi, bú landstólpi
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Bóndi er bústólpi, bú landstólpi

Um allt land á Íslandi eru lítil þorp, með litlum húsum en stórum garði. Garðuri...

Er ríkið að takmarka eignarrétt á kostnað landeigenda?
Lesendarýni 26. nóvember 2025

Er ríkið að takmarka eignarrétt á kostnað landeigenda?

Framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár gengur í fáum orðum út á það til hvaða aðgerð...

Beitarstýring er best
Lesendarýni 18. nóvember 2025

Beitarstýring er best

Í 16. tölublaði Bændablaðsins frá 11. september er forsíðugrein sem heldur því f...

Ávaxtaðu jarðveginn þinn
Lesendarýni 18. nóvember 2025

Ávaxtaðu jarðveginn þinn

Heimsbyggðin stendur frammi fyrir tveimur áskorunum, loftslagsbreytingum og hnig...