Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Tryggjum valið
Lesendarýni 10. nóvember 2022

Tryggjum valið

Höfundur: Herdís Magna Gunnarsdóttir, varaformaður BÍ og formaður NautBÍ

Við í búgreinadeild nautgripabænda BÍ höfum nú sent út skoðanakönnun til allra nautgripabænda í tölvupósti þar sem hugmyndin er að taka púlsinn á greininni.

Herdís Magna Gunnarsdóttir

Hvert bú getur tekið könnunina einu sinni og verður hægt að svara henni út 11. nóvember. Hugmyndin að slíkri könnun hefur verið lengi á áætlun og nauðsynlegt er að taka stöðuna meðal bænda nú þegar næsta endurskoðunarár búvörusamninga gengur senn í garð.

Í könnuninni er spurt um framleiðsluaðstöðu, framtíðaráform og viðhorf til ýmissa atriða sem eru starfsgreinninni mikilvæg, búvörusamninga og fleira. Ég hvet alla nautgripabændur til að taka þátt og nýta tækifærið til að koma sínum skoðunum á framfæri.

Aukin afköst en minni stuðningur

Ekki hefur verið hefð fyrir viðbótarfjármagni við endurskoðun búvörusamninga. En nú þegar líður að síðustu endurskoðun núverandi búvörusamnings hljótum við að spyrja okkur hvort við séum á réttri leið. Á sama tíma og bændur eru hvattir til að framleiða, ekki bara meira magn matvæla heldur líka breiðara úrval þeirra, af bættum gæðum með auknum kröfum til framleiðsluþátta og sjálfbærni hefur heildarstuðningur við landbúnað lækkað um 30 milljarða að raungildi frá árinu 1990.

Framþróun í íslenskri nautgriparækt

Mikil uppbygging hefur verið í mjólkurframleiðslu síðustu ár bæði í aðbúnaði og þekkingu með tilheyrandi hagræðingu og framþróun. Kúabændur landsins hafa valið að viðhalda íslenska kúakyninu þrátt fyrir að reglulega komi upp umræða um innflutning á erlendu og afkastameira kúakyni. Íslenski stofninn er einstakur á heimsvísu og verðmæti hans ómetanlegt. Því hefur mikið kapp verið lagt í ræktunarstarf og nautgriparæktin tekist á við verkefnið um innleiðingu erfðamengisúrvals, sem var jafnvel talið ógerlegt fyrir ekki svo mörgum árum síðan. Nú þegar erfðamengisúrval er að taka við megum við eiga von á að erfðaframfarir íslenska stofnsins muni taka gríðarlegum framförum á næstu árum. Meðalnyt íslenskra kúa hefur aukist um 50% á síðustu 30 árum og heildarframleiðslan aukist sömuleiðis. Nú ber svo við að söluaukning mjólkurvara er meiri en síðustu ár og til að bregðast við því var ákvörðun um greiðslumark mjólkur 2023 tekin fyrr en vanalega. Framkvæmdanefnd búvörusamninga samþykkti á síðasta fundi sínum að greiðslumark næsta árs yrði 149 milljónir lítra en það er 1,7% aukning frá síðasta ári. Til samanburðar var heildargreiðslumarkið 116 milljónir lítra árið 2011. Það er því ljóst að næsta ár verður nokkuð krefjandi fyrir íslenska kúabændur sem þurfa að bregðast við aukinni eftirspurn á sama tíma og aðföng og fjármagnskostnaður eykst, tollvernd fer þverrandi og ríkisstuðningur fer lækkandi en sé ríkisstuðningur nautgripasamningsins frá árinu 2004 núvirtur er ljóst að stuðningur við greinina hefur lækkað um rúma 2 milljarða króna.

Sömuleiðis hefur orðið mikil framþróun í nautakjötsframleiðslu á síðustu árum. Nautgripabændur hafa náð miklum framförum í ræktun og eldi síðustu ár, gripirnir eru þyngri og gæðaflokkun á jafnri uppleið. Fleiri bændur hafa nú sérhæft sig í nautakjötsframleiðslu og með innflutningi á nýju Angus erfðaefni er bændum ekkert til fyrirstöðu að framleiða nautakjöt í heimsklassa. Það höfum við strax séð eftir að fyrstu gripirnir af nýju erfðaefni komu til slátrunar og sprengdu Europ skalann sem var hér til staðar.

Þó að nautakjötsframleiðslan hafi verið til staðar jafnhliða mjólkurframleiðslu, líklega frá upphafi, mætti segja að ný búgrein sé að festa sig í sessi með aukinni sérhæfingu og fjöldi nautakjötsbænda standa nú frammi fyrir því að ákveða hvort þeir eigi að stíga alla leið og halda sinni framleiðslu áfram eða hætta.

Þetta er mjög sérkennileg staða þar sem tækifærin, eftirspurnin og getan er til staðar með tilheyrandi nýsköpun og atvinnuþróun í sveitum landsins.

Það liggur í augum uppi, viljum við hafa aðgang að þessari góðu vöru með tilheyrandi uppbyggingu og atvinnumöguleikum, að nautakjötsframleiðslan þarf viðbótarstuðning. Öll velferðarríki heimsins styrkja sitt landbúnaðarkerfi, væntanlega ekki að ástæðulausu. Kröfur neytenda fara vaxandi og með því að tryggja innlendri framleiðslu sess tryggjum við framboð heilnæmra matvæla en ekki síður möguleika okkar til að stýra okkar eigin framleiðsluþáttum. Þetta er dýrmætt og nauðsynlegt er fyrir íslenska þjóð að sofna ekki á verðinum og glopra frá sér valinu, störfum og þekkingu í matvælaframleiðslu.

Stöndum vörð um hreinleikann og gæðin, þekkinguna og atvinnumöguleikana. Tryggjum að neytandinn hafi valið og látum hljóð og mynd fara saman.

Undanþágur búvörulaga og staða bænda
Lesendarýni 16. maí 2024

Undanþágur búvörulaga og staða bænda

Ágætu bændur. Rétt fyrir páska voru samþykktar á Alþingi breytingar á búvörulögu...

Endurheimt vistkerfi á landi og ferskvatnslíf
Lesendarýni 10. maí 2024

Endurheimt vistkerfi á landi og ferskvatnslíf

Með vorinu vaknar náttúran til lífs enn á ný og fólk flykkist út til að njóta he...

Kjósum forseta með þekkingu á landbúnaði
Lesendarýni 9. maí 2024

Kjósum forseta með þekkingu á landbúnaði

Þann 1. júní nk. fara fram forsetakosningar og ljóst að kjósendur geta valið á m...

Skattaívilnanir í skógrækt
Lesendarýni 8. maí 2024

Skattaívilnanir í skógrækt

Í marsmánuði var hin árlega fagráðstefna Skógræktar á Íslandi haldin.

Dásamlega íslenska sveitin
Lesendarýni 6. maí 2024

Dásamlega íslenska sveitin

Þegar maður kemst á miðjan aldur, þá staldrar maður aðeins við og veltir fyrir s...

Hafa skal það sem sannara reynist
Lesendarýni 1. maí 2024

Hafa skal það sem sannara reynist

Í Bændablaðinu 11. apríl sl. er heilsíðuviðtal við hjónin á Syðri-Fljótum í Meða...

Mótmæli bænda í ESB: hvað býr að baki?
Lesendarýni 29. apríl 2024

Mótmæli bænda í ESB: hvað býr að baki?

Undanfarna mánuði hafa bændur í Evrópu efnt til mikilla mótmæla um alla heimsálf...

Ósonlagið er klárt, hvað næst?
Lesendarýni 23. apríl 2024

Ósonlagið er klárt, hvað næst?

Dóttir mín kom heim um daginn og hafði verulegar áhyggjur. Jörðin væri víst að e...