Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Það er best að kjósa XD
Mynd / Bbl
Lesendarýni 23. september 2021

Það er best að kjósa XD

Höfundur: Guðrún Hafsteinsdóttir

Í gegnum alla sögu Sjálfstæðis­flokksins hefur flokkurinn alltaf staðið með bændum. Á því verður engin breyting á minni vakt.

Það sem stendur upp úr heimsóknum mínum um kjördæmið er þessi framsýni og athafnakraftur sem einkennir bændur. Þar er engan bilbug að finna, þrátt fyrir að þeirra rekstrarumhverfi og samkeppnisstaða sé á köflum erfið. Í mér eiga bændur samherja. Ég undrast mjög hvernig önnur framboð, einkanlega á vinstri vængnum, tala niður íslenskan landbúnað í stað þess að taka mark á framvarðarsveit bænda. Ég vil vinna þétt með fólkinu sem er að rækta Ísland í stað þess að láta báknið tefja uppbyggingu atvinnugreinar sem er og verður undirstaða íslensks þjóðlífs. Það má nefna að sífellt er verið að leggja auknar kröfur til bænda bæði hvað varðar aðbúnað dýra, sem og umhverfismál. Þar strandar ekki á bændum að standa sig vel.

Ég tek undir þá kröfu að íslenskir bændur sitji við sama borð og kollegar þeirra í Evrópu. Innflutningur á landbúnaðarvörum og tollar á þeim er málaflokkur sem fáir stjórnmálamenn hafa tileinkað sér og því skortir oft skilning á þeim skilyrðum sem íslenskur landbúnaður býr við. Það vill svo til að ég þekki ágætlega til slíkra mála í gegnum störf mín í fyrirtæki okkar fjölskyldunnar. Tollar eru ekkert endilega sérstakt áhugamál fyrir íslenska bændur ef ekki væri fyrir þá staðreynd að tollum á landbúnaðarafurðir er beitt í nær öllum viðskiptalöndum Íslands.Það að flytja hingað inn niðurgreiddar erlendar vörur, án tolla, getur sett íslenskan landbúnað í erfiða stöðu. Samningsstaða okkar Íslendinga í viðskiptasamningum er að minnsta kosti ekki sterk á meðan svona er. Þessu þarf að sýna skilning og hafa til hliðsjónar við undirbúning nýrra búvörusamninga. Þar er nauðsynlegt að búa svo um hnútana að matvælaframleiðsla á Íslandi geti eflst enn frekar og að bændur gegni áfram lykilhlutverki í fæðuöryggi þjóðarinnar.

Mér hefur fundist ánægjulegt að fylgjast með framsýni innan greinarinnar á svo mörgum sviðum. Ég horfi mjög til aukinnar þekkingar sem þar er að skapast með það að markmiði að landbúnaður verði áfram meginstoð íslensks hagkerfis. Þar er að myndast grunnur að uppbyggingu í nýsköpun sem nýtist til framtíðar. Sem væntanlega fyrsti þingmaður kjördæmisins heiti ég því að taka að fullu þátt í slíku uppbyggingarstarfi.

Atkvæði greitt XD á kjördag er atkvæði til stuðnings íslenskum landbúnaði.

 

Guðrún Hafsteinsdóttir,
oddviti Sjálfstæðisflokksins
í Suðurkjördæmi.

Undanþágur búvörulaga og staða bænda
Lesendarýni 16. maí 2024

Undanþágur búvörulaga og staða bænda

Ágætu bændur. Rétt fyrir páska voru samþykktar á Alþingi breytingar á búvörulögu...

Endurheimt vistkerfi á landi og ferskvatnslíf
Lesendarýni 10. maí 2024

Endurheimt vistkerfi á landi og ferskvatnslíf

Með vorinu vaknar náttúran til lífs enn á ný og fólk flykkist út til að njóta he...

Kjósum forseta með þekkingu á landbúnaði
Lesendarýni 9. maí 2024

Kjósum forseta með þekkingu á landbúnaði

Þann 1. júní nk. fara fram forsetakosningar og ljóst að kjósendur geta valið á m...

Skattaívilnanir í skógrækt
Lesendarýni 8. maí 2024

Skattaívilnanir í skógrækt

Í marsmánuði var hin árlega fagráðstefna Skógræktar á Íslandi haldin.

Dásamlega íslenska sveitin
Lesendarýni 6. maí 2024

Dásamlega íslenska sveitin

Þegar maður kemst á miðjan aldur, þá staldrar maður aðeins við og veltir fyrir s...

Hafa skal það sem sannara reynist
Lesendarýni 1. maí 2024

Hafa skal það sem sannara reynist

Í Bændablaðinu 11. apríl sl. er heilsíðuviðtal við hjónin á Syðri-Fljótum í Meða...

Mótmæli bænda í ESB: hvað býr að baki?
Lesendarýni 29. apríl 2024

Mótmæli bænda í ESB: hvað býr að baki?

Undanfarna mánuði hafa bændur í Evrópu efnt til mikilla mótmæla um alla heimsálf...

Ósonlagið er klárt, hvað næst?
Lesendarýni 23. apríl 2024

Ósonlagið er klárt, hvað næst?

Dóttir mín kom heim um daginn og hafði verulegar áhyggjur. Jörðin væri víst að e...