Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ræktum Ísland – löngu tímabær stefnumörkun
Mynd / ANR
Lesendarýni 23. september 2021

Ræktum Ísland – löngu tímabær stefnumörkun

Höfundur: Haraldur Benediktsson 

Oft er spurt hver sé stefnan í landbúnaðarmálum.  Stefna í landbúnaðarmálum hefur ætíð verið til staðar, hana má að uppistöðu finna í löggjöf sem gildir um landbúnaðarmál, og í þeim samningum sem samtök bænda og ríkisvaldið gera á hverjum tíma.  Þetta er mikilvægt að hafa í huga – en breið umræða í samfélaginu um gildi landbúnaðar og framtíðarsýn hefur skort í talsverðan tíma.

Við afgreiðslu Alþingis á búvörusamningum 2016, var það eindreginn vilji þingsins að á gildistíma þeirra samninga, sem þá voru til afgreiðslu, yrði farið í heildarstefnumótun fyrir atvinnugreinina. Stefnumótun sem skýrði hlutverk og gildi landbúnaðar fyrir þjóðina. En ekki síst til eflingar á atvinnugreininni sjálfri og hvernig hún verður að fá að þróast í takt við samfélagsbreytingar. 

Þá tíð sem ég var formaður Bændasamtaka Íslands kom oft til umræðu mikilvægi að geta horft til langs tíma.  Landbúnaður er atvinnugrein, sem byggir á langtíma hugsun og skipulagi. Það var áþreifanlegt í samningagerð við ríkisvaldið, á þeim tíma að skorti á langtíma hugsun frá hendi stjórnvalda. Í raun vorum við að styðjast við stefnumörkun löggjafar sem var sett til að takast á við offramleiðslu á ýmsum búvörum.  En rammaði síður inn önnur tækifæri eða fjölbreyttara hlutverk landbúnaðar. Sú stefnumörkun og umræða er loksins orðin að veruleika og mér til efs að nokkurn tíma hafi íslenskur landbúnaður verið í betri færum að marka skýra sýn á framtíðina.

Bændur eru þessa dagana að fá sent ritið Ræktum Ísland, sem er einmitt afrakstur vinnu sem staðið hefur allt þetta kjörtímabil.  Ræktum Ísland er stefnumörkun sem byggir á þátttöku fjölda fólks, hún er mótuð af þeim sem hafa þekkingu og innsýn í landbúnað og samfélagið allt. 

Kjarninn í stefnunni er að byggja sveitir Íslands, með öflugum og framsæknum landbúnaði.  Framleiðslu á mat, nýtingu lands, varðveislu lands og sókn til betri lífskjara fyrir bændur.  Öflugra samband bænda og neytenda og ekki síst uppfærslu á starfsumhverfi afurðastöðva. 

Stefnumótun sem bætir enn við þá ánægjulegu og mikilvægu þróun sem orðið hefur á síðustu árum, að byggð í sveitum hefur verið að eflast og styrkjast. 

Ég hvet lesendur til að kynna sér efni Ræktum Ísland. Þar er sett fram í 22 atriðum vel skilgreind og skýr markmið um sókn til sterkari landbúnaðar á Íslandi.

Haraldur Benediktsson 

Gerum allt að garði
Lesendarýni 28. nóvember 2025

Gerum allt að garði

Garðurinn í kringum Listasafn Árnesinga í Hveragerði er bæði umgjörð um safnið o...

Ríkið á ekki að styrkja skógrækt með framandi ágengum tegundum
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Ríkið á ekki að styrkja skógrækt með framandi ágengum tegundum

Aukin ásókn í ræktun skóga með framandi ágengum tegundum, eins og hún hefur tíðk...

Að vera í stríði við sjálfan sig
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Að vera í stríði við sjálfan sig

Snjótittlingurinn er ein helsta hetja norðursins. Vegur um 40 grömm og stenst fr...

Aðgerðir til stuðnings sjálfbærum landbúnaði
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Aðgerðir til stuðnings sjálfbærum landbúnaði

Tækifærin til orkusparnaðar, aukinnar sjálfbærni og samdráttar í losun gróðurhús...

Bóndi er bústólpi, bú landstólpi
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Bóndi er bústólpi, bú landstólpi

Um allt land á Íslandi eru lítil þorp, með litlum húsum en stórum garði. Garðuri...

Er ríkið að takmarka eignarrétt á kostnað landeigenda?
Lesendarýni 26. nóvember 2025

Er ríkið að takmarka eignarrétt á kostnað landeigenda?

Framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár gengur í fáum orðum út á það til hvaða aðgerð...

Beitarstýring er best
Lesendarýni 18. nóvember 2025

Beitarstýring er best

Í 16. tölublaði Bændablaðsins frá 11. september er forsíðugrein sem heldur því f...

Ávaxtaðu jarðveginn þinn
Lesendarýni 18. nóvember 2025

Ávaxtaðu jarðveginn þinn

Heimsbyggðin stendur frammi fyrir tveimur áskorunum, loftslagsbreytingum og hnig...