Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Núpur í Dýrafirði.
Núpur í Dýrafirði.
Mynd / ÁL
Lesendarýni 15. desember 2022

Með hátíðarkveðju

Höfundur: Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands

Ágæti lesandi. Þegar ég sest niður við skrif á þessum leiðara, nú þegar árinu fer senn að ljúka, þá verður mér hugsað til þess hvað tíminn flýgur.

Það er nefnilega ekki langt síðan að ég rifjaði upp síðasta ár, en þó reynist það hafa verið fyrir 12 mánuðum síðan, en það er eins og ég hef oft sagt: „Ef eitthvað gengur, þá er það klukkan.“

Þegar ég horfi yfir sviðið og árið þá kemur það mér eilítið á óvart að málin sem við hjá samtökunum berjumst fyrir eru margt um þau sömu eða a.m.k. mjög svipuð á milli ára. Enn erum við að kalla eftir verði á áburði frá áburðarsölum, sem var með sama hætti í fyrra, en þá kom ríkisvaldið inn með 650 milljóna stuðning til áburðarkaupa. Sú staða er ekki uppi í dag að stjórnvöld muni koma inn með annað eins til bænda, heldur verðum við núna bara að bíða og vona eftir opinberun á áburðarverði fyrir komandi vor.

Það er einna helst áhrifin af stríðs­ rekstrinum í Úkraínu sem hefur sett svip sinn á starfsumhverfi landbúnaðar á árinu með gríðarlegum áhrifum á verð á öllum innfluttum aðföngum. Það er í raun sama hvert litið er, hækkun aðfanga ber niður á nær öllum stöðum og þá er ónefndur sá vandi að verða sér úti um aðföng til framleiðslu landbúnaðarvara, s.s. umbúðir. Þessar hækkanir og skortur á aðföngum hafa jafnframt áhrif á framkvæmdir bænda á árinu, með hækkun á stálverði og seinkun afgreiðslu á þegar pöntuðum hlutum sem hefur þurft til bygginga.

Mikil umræða varð á haustdögum í tengslum við hækkun á afurðaverði til bænda, sem raungerðist að hluta, enda hefur aðfangaverð haft gríðarleg áhrif á rekstur íslenskra búa. Það er nokkuð ljóst að þessi umræða og samtal verður að eiga sér stað með reglulegu millibili þar sem verðþróun á afurðum verður að endurspegla þann raunkostnað sem bændur verða fyrir. Það er mjög ánægjulegt að þegar þetta er ritað hafa Samtök atvinnulífsins undirritað kjarasamning við mjög stóran hluta vinnumarkaðarins sem setur ákveðinn fyrirsjáanleika í stöðuna, þó til skamms tíma sé, þar sem við sem störfum í landbúnaði reiðum okkur á stöðugleika á vinnumarkaði. Það hlýtur að vera sameiginlegt verkefni okkar allra að ná niður verðbólgu og lækkun stýrivaxta, sem er gríðarlegur áhrifavaldur á rekstur í landbúnaði.

Við skrif þessa síðasta leiðara ársins, þá er vert að nefna Hótel Sögu, sem eins og alkunna er var lengi í eigu bænda. Á vormánuðum var húsið afhent Háskóla Íslands og Félagsstofnun stúdenta. Aldrei hefði okkur órað fyrir hverslags risaverkefni það var að tæma húsið til afhendingar fyrir nýja eigendur. Þar reyndi á kraft og þolinmæði starfsfólks Bændasamtakanna langt umfram það sem eðlilegt gæti talist og verð ég þeim ævinlega þakklátur fyrir þeirra framlag í þessu gríðarlega verkefni.

Kæru bændur og búalið, með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Starfsfólki Bændasamtakanna vil ég færa sérstakar kveðjur fyrir frábært og óeigingjarnt starf á árinu og hlakka ég til að takast á við nýjar áskoranir á komandi ári með ykkur.

Ég vil að lokum óska ykkur, kæru lesendur, gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Tími íslenskrar náttúru er núna
Lesendarýni 16. janúar 2026

Tími íslenskrar náttúru er núna

Atvinnustefna Íslands, vaxtarplan ríkisstjórnarinnar til ársins 2035 liggur fyri...

Íslenskari en ...
Lesendarýni 6. janúar 2026

Íslenskari en ...

Algeng er sú rökvilla að nútíminn mínus öld eða tvær sé einhvers konar hápunktur...

Við áramót
Lesendarýni 30. desember 2025

Við áramót

Árið 2025 var prýðisgott ár til lands og sjávar. Þess naut sannarlega við í blóð...

Vetrarbeit og válynd veður
Lesendarýni 22. desember 2025

Vetrarbeit og válynd veður

Er nokkuð jólalegra en maður, sauður og hundur á ferð í myrkri og kafaldsbyl á ö...

Fjölbreyttur og kraftmikill landbúnaður til framtíðar
Lesendarýni 22. desember 2025

Fjölbreyttur og kraftmikill landbúnaður til framtíðar

Þetta fyrsta ár mitt í embætti atvinnuvegaráðherra hefur verið allt í senn fjölb...

Fæðuöryggi sem innviður norðurslóðasamfélaga
Lesendarýni 22. desember 2025

Fæðuöryggi sem innviður norðurslóðasamfélaga

Áhersla á fæðuöryggi , viðnámsþrótt og öryggi grunninnviða samfélagsins hefur á ...

Frá 75 ára afmæli norsku búvörusamninganna
Lesendarýni 9. desember 2025

Frá 75 ára afmæli norsku búvörusamninganna

Þann 17. nóvember var 75 ára afmæli Hovedavtalen for jordbruket haldið hátíðlega...

Gerum allt að garði
Lesendarýni 28. nóvember 2025

Gerum allt að garði

Garðurinn í kringum Listasafn Árnesinga í Hveragerði er bæði umgjörð um safnið o...