Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Land tækifæranna um land allt
Lesendarýni 4. júní 2024

Land tækifæranna um land allt

Höfundur: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Á ferðum mínum um landið heyri ég reglulega af einstökum hugmyndum fólks sem farnar eru að skapa ný störf í heimabyggð.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.

Hugvitið er óþrjótandi auðlind. Þegar það er virkjað á réttan hátt getur það skapað verðmæt störf og skapað frjótt umhverfi sem laðar að nýja hugsun og hugmyndir. Það skiptir máli að um land allt geti hugmyndir orðið að veruleika, að til sé frjór jarðvegur og stuðningsumhverfi svo við sköpum aukin verðmæti. Aðgangur að þeim stuðningi sem í boði er má ekki einskorðast við höfuðborgarsvæðið heldur á að vera aðgengilegur um land allt. Í byggðaáætlun var meðal annars kveðið á um mikilvægi þess að nýsköpunargátt verði fyrsti snertiflötur frumkvöðla við stuðningsumhverfi nýsköpunar til að miðla á einum stað upplýsingum frá ólíkum áttum.

Nýsköpunarumhverfið hefur nú nýjan vettvang með Skapa. is – nýsköpunargáttinni. Þar geta frumkvöðlar og sprotafyrirtæki fundið allar upplýsingar sem þau þurfa um nýsköpun, m.a. á landsbyggðinni. Vefsíðan býður upp á nýsköpunardagatal og upplýsingar um styrki, stuðning, starfsemi og tengda viðburði sem auðveldar frumkvöðlum um allt land að koma hugmyndum sínum í framkvæmd og nýta sér stuðningsumhverfið.

Mikilvægt er að halda áfram að einfalda umhverfið og gera það aðgengilegra. Í þriðja sinn munum við nú úthluta úr Lóu – nýsköpunarstyrkjum fyrir landsbyggðina. Lóa stuðlar að því að fjölga nýsköpunarverkefnum og styrkja byggðir og landshluta. Bæði Lóan og Nýsköpunargáttin voru sett í forgang sem ný og mikilvæg verkefni í stað Nýsköpunarmiðstöðvarinnar sem lögð var niður. Nýsköpunarverkefnin sem hafa hlotið styrki frá Lóu eru ótrúlega fjölbreytt, koma úr öllum landshlutum og bera þess merki hvað mikið er að gerast um allt land.

Með öflugu stuðningsumhverfi nýsköpunar verður tækifærum fjölgað um allt land til að efla atvinnulíf og menningu, styrkja búsetu og byggja upp til framtíðar. Við sjáum hvernig hugvitið getur skapað spennandi framtíð fyrir okkur sem viljum hafa fjölbreyttari valkosti um búsetu og ný störf sem við getum ekki einu sinni ímyndað okkur í dag. Þessi þróun er hafin en vegferðinni er langt frá því að vera lokið.

Með áframhaldandi stuðningi við nýsköpun og frumkvöðlastarf getum við tryggt að Ísland verði land tækifæranna um land allt.

Gerum allt að garði
Lesendarýni 28. nóvember 2025

Gerum allt að garði

Garðurinn í kringum Listasafn Árnesinga í Hveragerði er bæði umgjörð um safnið o...

Ríkið á ekki að styrkja skógrækt með framandi ágengum tegundum
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Ríkið á ekki að styrkja skógrækt með framandi ágengum tegundum

Aukin ásókn í ræktun skóga með framandi ágengum tegundum, eins og hún hefur tíðk...

Að vera í stríði við sjálfan sig
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Að vera í stríði við sjálfan sig

Snjótittlingurinn er ein helsta hetja norðursins. Vegur um 40 grömm og stenst fr...

Aðgerðir til stuðnings sjálfbærum landbúnaði
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Aðgerðir til stuðnings sjálfbærum landbúnaði

Tækifærin til orkusparnaðar, aukinnar sjálfbærni og samdráttar í losun gróðurhús...

Bóndi er bústólpi, bú landstólpi
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Bóndi er bústólpi, bú landstólpi

Um allt land á Íslandi eru lítil þorp, með litlum húsum en stórum garði. Garðuri...

Er ríkið að takmarka eignarrétt á kostnað landeigenda?
Lesendarýni 26. nóvember 2025

Er ríkið að takmarka eignarrétt á kostnað landeigenda?

Framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár gengur í fáum orðum út á það til hvaða aðgerð...

Beitarstýring er best
Lesendarýni 18. nóvember 2025

Beitarstýring er best

Í 16. tölublaði Bændablaðsins frá 11. september er forsíðugrein sem heldur því f...

Ávaxtaðu jarðveginn þinn
Lesendarýni 18. nóvember 2025

Ávaxtaðu jarðveginn þinn

Heimsbyggðin stendur frammi fyrir tveimur áskorunum, loftslagsbreytingum og hnig...

Þýskar heimsbókmenntir
3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Laufey
3. desember 2025

Laufey

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu
4. desember 2025

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu

Þúsund ár og þúsund enn
4. desember 2025

Þúsund ár og þúsund enn

Góður árangur náðst
4. desember 2025

Góður árangur náðst

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f