Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sigurður Ingi Jóhannsson.
Sigurður Ingi Jóhannsson.
Lesendarýni 28. desember 2022

Kveðja á aðventu

Höfundur: Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar og innviðaráðherra.

Kæri lesandi, upp er runninn tíminn þegar við njótum sólar í örfáar klukkustundir á hverjum degi. Þrátt fyrir allt þetta myrkur þá er þetta tími sem vekur innra með mér góðar og hlýjar tilfinningar.

Töfrar jólanna og ljósanna sem þeim fylgja eru einstakir. Og nú þegar maður er orðinn ríkur af barnabörnum þá upplifir maður æskujólin sín að einhverju leyti í gegnum þau. Ég sakna oft þess tíma þegar ég var dýralæknir og naut þeirra forréttinda að aka milli bæja með dýralæknatöskuna en aldrei jafn mikið og á þessum tíma.

Þakklæti

Oft hef ég verið þakklátur fyrir að vera hluti af því einstaka samfélagi sem er á Íslandi, þakklátur fyrir allt það góða starf sem fyrri kynslóðir unnu og við njótum í dag. Það er nefnilega mikilvægt að við sem byggjum þetta land í dag gerum okkur grein fyrir því stórvirki sem kynslóðir ömmu minnar og afa og foreldra þeirra unnu á sinni tíð.

Þetta var fólkið sem breytti Íslandi. Færði það inn í nútímann. Þetta var fólkið sem lagði grunninn að öflugum atvinnugreinum og nútímavæddi þær. Þetta var fólkið sem hóf að hitaveituvæða landið og á mikinn þátt í þeirri einstöku stöðu sem við búum við.

„svo langt frá heimsins vígaslóð“

Þær fréttir sem okkur berast daglega frá stríðsátökum í Úkraínu eru hryllilegar. Ótrúlegt til þess að hugsa að yfirvöld einnar af þeim þjóðum sem við höfum í gegnum tíðina átt mikil samskipti við og litið á sem vinaþjóð hafi fyrirskipað innrás í nágrannaríki sitt sem við höfum einnig átt góð tengsl við.

Það er erfitt að ímynda sér þær hörmungar sem fólkið í Úkraínu upplifir á hverjum degi. Sprengingarnar, árásirnar, dauðinn og harður veturinn þar sem margir eru án rafmagns og hita.

Stríðið í Úkraínu hefur áhrif langt út fyrir stríðssvæðið. Það ríkir orkukreppa í Evrópu sem gerir það að verkum að það dregur úr lífsgæðum víða. Þau einföldu lífsgæði sem felast í því að fara í heitt bað eru ekki lengur sjálfsögð hjá mörgum vinaþjóðum okkar.

Bændur á Íslandi fara heldur ekki varhluta af afleiðingum stríðsins en verð á áburði hefur til dæmis hækkað gríðarlega. Það er auðvitað ekki neitt í samanburði við hörmungar stríðsins en vekur okkur til umhugsunar um það hvað friður er einstaklega dýrmætur fyrir íbúa heimsins.

„Með friðsæl býli, ljós og ljóð, svo langt frá heimsins vígaslóð,“ orti Hulda í kvæði sínu Hver á sér fegra föðurland. Þetta kvæði öðlast aukna dýpt nú þessi misserin þegar „duna jarðarstríð“. Það er margt í kvæði hennar sem kallast á við þá tíma sem við lifum.

Vöxtur er forsenda velferðar

Við getum verið þakklát fyrir samfélagið okkar og landið okkar. Við höfum sýnt það á síðustu örfáu áratugum að við tökumst á við erfiðleika með samvinnu og samstöðu. Það gerðum við eftir bankahrunið. Það gerðum við í gegnum heimsfaraldur.

Við erum lítið samfélag og kvikt og erum fljót að snúa vörn í sókn. Eftir efnahagsáföll þá hafa sterkir atvinnuvegir tekið hratt við sér. Matvælaframleiðsla og orkuframleiðsla hafa ásamt ferðaþjónustunni myndað sterkan grunn fyrir þjóðarbúið.

Aukin áhersla á hugvit, bæði með öflugri sókn skapandi greina og hugverkaiðnaðar, er strax farin að leggja grunninn að enn öflugra atvinnulífi um allt land. Sá vöxtur skapar okkur enn fleiri tækifæri og er forsenda sterkrar velferðar.

Kæri lesandi. Ég óska þér og þínum gleðilegra og góðra tíma á aðventunni. Megi jólahátíðin vera þér heilög og góð.

Tími íslenskrar náttúru er núna
Lesendarýni 16. janúar 2026

Tími íslenskrar náttúru er núna

Atvinnustefna Íslands, vaxtarplan ríkisstjórnarinnar til ársins 2035 liggur fyri...

Íslenskari en ...
Lesendarýni 6. janúar 2026

Íslenskari en ...

Algeng er sú rökvilla að nútíminn mínus öld eða tvær sé einhvers konar hápunktur...

Við áramót
Lesendarýni 30. desember 2025

Við áramót

Árið 2025 var prýðisgott ár til lands og sjávar. Þess naut sannarlega við í blóð...

Vetrarbeit og válynd veður
Lesendarýni 22. desember 2025

Vetrarbeit og válynd veður

Er nokkuð jólalegra en maður, sauður og hundur á ferð í myrkri og kafaldsbyl á ö...

Fjölbreyttur og kraftmikill landbúnaður til framtíðar
Lesendarýni 22. desember 2025

Fjölbreyttur og kraftmikill landbúnaður til framtíðar

Þetta fyrsta ár mitt í embætti atvinnuvegaráðherra hefur verið allt í senn fjölb...

Fæðuöryggi sem innviður norðurslóðasamfélaga
Lesendarýni 22. desember 2025

Fæðuöryggi sem innviður norðurslóðasamfélaga

Áhersla á fæðuöryggi , viðnámsþrótt og öryggi grunninnviða samfélagsins hefur á ...

Frá 75 ára afmæli norsku búvörusamninganna
Lesendarýni 9. desember 2025

Frá 75 ára afmæli norsku búvörusamninganna

Þann 17. nóvember var 75 ára afmæli Hovedavtalen for jordbruket haldið hátíðlega...

Gerum allt að garði
Lesendarýni 28. nóvember 2025

Gerum allt að garði

Garðurinn í kringum Listasafn Árnesinga í Hveragerði er bæði umgjörð um safnið o...