Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Íslensk egg – heilnæm og örugg
Lesendarýni 24. febrúar 2020

Íslensk egg – heilnæm og örugg

Höfundur: Sigmar Vilhjálmsson, talsmaður FESK.
Í nýlegri samantekt frá Food and Safety News kemur fram að tæplega 250 nýjar sýkingar af völdum salmónellu hafa verið skráðar í mörgum Evrópulöndum sem rekja má til eggjaframleiðslu í Póllandi.
 
Sóttvarnarstofnun Evrópu  (ECDC) og Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) greindu frá því að í janúar á þessu ári hafi 18 lönd greint frá 656 staðfestum og 202 líklegum tilvikum síðan í febrúar 2017.
 
Það eru 385 staðfest sögulega og 413 sögulega líkleg tilfelli sem ganga allt aftur til ársins 2012 sem gerir þetta að stærsta evrópska „salmonellu enteritidis“ faraldri sem mælst hefur. Embættismenn ECDC sögðu þó að raunverulegt umfang faraldursins væri líklega vanmetið.
 
Frá því í nóvember 2018 hefur verið greint frá 248 nýjum tilvikum, þar af voru 124 staðfest, 36 líkleg, 42 sögulegar staðfestar og 46 sögulegar líkur á sýkingum.
 
Meira en 1.600 einstaklingar hafa veikst síðan 2012 frá ólíkum löndum. Belgía, Króatía, Tékkland, Danmörk, Finnland, Frakkland, Grikkland, Ungverjaland, Írland, Ítalía, Lúxemborg, Holland, Noregur, Pólland, Rúmenía, Slóvenía, Svíþjóð og Bretland hafa skráð 1.656 smit frá því 2012. Bretland er með mest með 688 staðfest og líkleg mál, Holland er með 280, Belgía er með 202 og Tékkland er með 111.
 
Upplýsingar um sjúkrahúsvist eru tiltækar fyrir 427 sjúklinga í 12 löndum og 136 þurftu sjúkrahúsmeðferð meðal staðfestra og sögulegra staðfestra tilfella. Einnig var greint frá tveimur sögulegum dauðsföllum, barni og öldruðum sjúklingi.
 
Stærstu hópsýkingarnar hérlendis á síðastliðnum árum voru árið 1996 af völdum S. Enteritidis í rjómabollum og árið 2000, þegar S. Typhimurium barst með jöklasalati.
 
Samkvæmt skýrslu MAST frá nóvember 2019 kemur fram að „Það hefur aldrei verið hægt að staðfesta matarborna hópsýkingar í fólki hérlendis vegna innlendra eggja“. Hvað segir það okkur um íslenska eggjaframleiðslu? 
 
Það skiptir máli að neytendur viti hvort þeir séu að borða íslensk egg eða innflutt egg. Það er á ábyrgð innflytjanda og söluaðila að upplýsa neytendur hvaða vöru verið er að selja og hvaðan hún kemur. Sérstaklega þegar kemur að fersku hráefni sem borið getur með sér banvænar veirusýkingar eins og salmonellu. 
 
Sem betur fer búum við svo vel að vera með eina bestu og heilnæmustu eggjaframleiðslu í heimi og getum vel annað allri eftirspurn. 
 
/Sigmar Vilhjálmsson 
Talsmaður FESK, 
Félags eggja-, svína- og kjúklingabænda á Íslandi. 
 
Gerum allt að garði
Lesendarýni 28. nóvember 2025

Gerum allt að garði

Garðurinn í kringum Listasafn Árnesinga í Hveragerði er bæði umgjörð um safnið o...

Ríkið á ekki að styrkja skógrækt með framandi ágengum tegundum
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Ríkið á ekki að styrkja skógrækt með framandi ágengum tegundum

Aukin ásókn í ræktun skóga með framandi ágengum tegundum, eins og hún hefur tíðk...

Að vera í stríði við sjálfan sig
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Að vera í stríði við sjálfan sig

Snjótittlingurinn er ein helsta hetja norðursins. Vegur um 40 grömm og stenst fr...

Aðgerðir til stuðnings sjálfbærum landbúnaði
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Aðgerðir til stuðnings sjálfbærum landbúnaði

Tækifærin til orkusparnaðar, aukinnar sjálfbærni og samdráttar í losun gróðurhús...

Bóndi er bústólpi, bú landstólpi
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Bóndi er bústólpi, bú landstólpi

Um allt land á Íslandi eru lítil þorp, með litlum húsum en stórum garði. Garðuri...

Er ríkið að takmarka eignarrétt á kostnað landeigenda?
Lesendarýni 26. nóvember 2025

Er ríkið að takmarka eignarrétt á kostnað landeigenda?

Framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár gengur í fáum orðum út á það til hvaða aðgerð...

Beitarstýring er best
Lesendarýni 18. nóvember 2025

Beitarstýring er best

Í 16. tölublaði Bændablaðsins frá 11. september er forsíðugrein sem heldur því f...

Ávaxtaðu jarðveginn þinn
Lesendarýni 18. nóvember 2025

Ávaxtaðu jarðveginn þinn

Heimsbyggðin stendur frammi fyrir tveimur áskorunum, loftslagsbreytingum og hnig...