Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Héraðsritið Húni
Lesendarýni 5. janúar 2024

Héraðsritið Húni

Höfundur: Ólafur R. Dýrmundsson (oldyrm@gmail.com)

Nokkur vönduð héraðsrit eru gefin út víða um landið, svo sem Breiðfirðingur, Goðasteinn í Rangárþingi, Húnavaka í Austur-Húnavatnssýslu og Húni í Vestur- Húnavatnssýslu og verður það síðastnefnda kynnt hér í stuttu máli.

Ólafur R. Dýrmundsson.

Ungmennasamband Vestur- Húnvetninga gefur Húna út og er ritið fáanlegt hjá því og í verslun Kaupfélags Vestur-Húnvetninga á Hvammstanga.

Skemmst er frá að segja að í nýjasta Húna sem kom út á liðnu vori er fjölbreytt efni að vanda. Á blaðsíðunum 256 er einkum þjóðlegur fróðleikur svo og greinargóðar fréttir úr sveitunum og frá Hvammstanga, eins konar annálar. Þá er minnst látinna í héraðinu. Meðal annars efnis má nefna fróðlegt yfirlit um brúarsmíði, skógrækt í Húnaþingi vestra, hrossaræktarbúið á Lækjamóti og búskap fyrir tíma svo sem um göngur á Víðidalstunguheiði haustið 1955.

Birt er athyglisverð fjölskyldusaga hjónanna Karls Friðrikssonar og Guðrúnar Sigurðardóttur á Hvammstanga, sagt frá mislingafaraldri um 1960 og í grein um æviferil Signýjar Hallgrímsdóttur frá Stóru- Borg, móður Ásgeirs Jónssonar frá Gottorp, eru birtar vísur hennar undir ýmsum bragarháttum. Reyndar er í ritinu töluvert af öðrum kveðskap að vanda eins og algengt er í héraðsritum.

Ritnefnd Húna hefur skilað þarna góðu verki. Umbrot, leturgerð og prentvinnsla Húna er með ágætum og er ritið öllum til sóma sem að útgáfu þess standa.

Tími íslenskrar náttúru er núna
Lesendarýni 16. janúar 2026

Tími íslenskrar náttúru er núna

Atvinnustefna Íslands, vaxtarplan ríkisstjórnarinnar til ársins 2035 liggur fyri...

Íslenskari en ...
Lesendarýni 6. janúar 2026

Íslenskari en ...

Algeng er sú rökvilla að nútíminn mínus öld eða tvær sé einhvers konar hápunktur...

Við áramót
Lesendarýni 30. desember 2025

Við áramót

Árið 2025 var prýðisgott ár til lands og sjávar. Þess naut sannarlega við í blóð...

Vetrarbeit og válynd veður
Lesendarýni 22. desember 2025

Vetrarbeit og válynd veður

Er nokkuð jólalegra en maður, sauður og hundur á ferð í myrkri og kafaldsbyl á ö...

Fjölbreyttur og kraftmikill landbúnaður til framtíðar
Lesendarýni 22. desember 2025

Fjölbreyttur og kraftmikill landbúnaður til framtíðar

Þetta fyrsta ár mitt í embætti atvinnuvegaráðherra hefur verið allt í senn fjölb...

Fæðuöryggi sem innviður norðurslóðasamfélaga
Lesendarýni 22. desember 2025

Fæðuöryggi sem innviður norðurslóðasamfélaga

Áhersla á fæðuöryggi , viðnámsþrótt og öryggi grunninnviða samfélagsins hefur á ...

Frá 75 ára afmæli norsku búvörusamninganna
Lesendarýni 9. desember 2025

Frá 75 ára afmæli norsku búvörusamninganna

Þann 17. nóvember var 75 ára afmæli Hovedavtalen for jordbruket haldið hátíðlega...

Gerum allt að garði
Lesendarýni 28. nóvember 2025

Gerum allt að garði

Garðurinn í kringum Listasafn Árnesinga í Hveragerði er bæði umgjörð um safnið o...