Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Reynisfjara.
Reynisfjara.
Mynd / Ross Hughes, Unsplash
Lesendarýni 25. nóvember 2024

Fjandsamlegt vaxtaumhverfi

Höfundur: Elvar Eyvindsson, bóndi á Skíðbakka II í Austur-Landeyjum og skipar 1. sæti Lýðræðisflokksins í Suðurkjördæmi.

Áherslur lýðræðisflokksins í landbúnaðarmálum eru í stuttu máli sem hér segir.

  • Elvar Eyvindsson.
    Vaxtakjör verða að lagast svo að um munar.
  • Við viljum efla sjálfbæra matvælaframleiðslu og tryggja fæðu- og matvælaöryggi og draga sem mest úr þörf fyrir innflutning.
Vextir

Vextir á Íslandi eru þjóðarmein sem verður að laga straxs. Þeir eru langþyngstir þeim sem eru að koma sér upp húsnæði og að stofna fjölskyldu. Sem sagt þeim sem síst skyldi og þeim sem ætti að styðja sérstaklega. Þeir eru einnig afar þungir smærri fyrirtækjum og stórskaða samkeppnishæfni þeirra. Landbúnaðurinn er sérstaklega viðkvæmur fyrir háu vaxtastigi vegna tiltölulega mikilla fjárfestinga miðað við innkomu. Nýliðun er nánast út úr korti við þesar aðstæður.

Það verður að hætta að pönkast á þessum hópum og ábyrgðinni verður að dreifa jafnar, enda er það hægt.

Við ætlum að setja 4% þak á stýrivexti og banna vísitölutengingu á neytendalán. Með þessu þaki er bönkunum gert að koma á móti almenningi og klára dæmið.

Langt er síðan það var vitað að vísitölutenging lána dregur mjög úr biti stýrivaxtanna og hefur seðlabankastjóri oft lýst því. Önnur úrræði, eins og samspil gengis og skatta, eru nánast úr sögunni fyrir vikið. Þá þurfa húsnæðisvextir einnig að vera fastir til langs tíma ef vaxtatækið á að virka.

Á Íslandi er húsnæði haft með í vísitöluútreikningi, en það er ekki gert annars staðar. Í þeirri húsnæðisbólu sem hér hefur blásið upp hefur þetta valdið aukinni skekkju og hækkun lána langt umfram það sem annars væri. Þetta hefur verið vitað lengi, en ekkert verið aðhafst. Þetta heitir að hafa eignir af fólki.

Fjármálakerfið kann sitt fag og nú hillir undir einhverjar vaxtalækkanir þegar skuldurum landsins hefur verið smalað aftur í verðtryggingu eins og fé til slátrunar.

Við verðum hins vegar að slátra þessu fjandsamlega kerfi.

Ég er ekki ívafaumað bændur eiga mjög mikið undir því að þetta takist. Ég hef einnig verið að tala fyrir því að landbúnaðarland sé metið að verðleikum sem ein besta eign sem völ er á og þar með eitt besta veð sem hægt er að bjóða. Við erum ekki að njóta þess í betri kjörum. Með stofnun jarðalánasjóðs tel ég að hægt sé að bæta kjör mjög margra bænda á auðveldan hátt. Það mundi stórbæta möguleika til nýliðunar, jafna aðstöðu margra búgreina og aðstoða við til dæmis skógrækt og nýsköpun. Ég hvet alla til að kynna sér þessa tillögu.

Verum sjálfbær

Við viljum efla heilsu og forvarnir og við gerum það ekki síst með því að neyta heilsusamlegs fæðis sem er laust við lyf og eiturefni. Við þurfum að vita hvaðan maturinn kemur og þekkja leið hans frá upphafi til enda.

Það er nánast þannig að ef við gerðum sömu kröfur til gæða innflutnings og innlendara landbúnaðarafurða þá væri enginn ódýr innflutningur til. Lýðræðisflokkurinn gerir sér grein fyrir því að þetta kostar og hefur því ekki annað í huga en að styðja við bændur þannig að afkoman sé viðunandi. En mikilvægast er að treysta grunninn og búa svo um hnútana að ekki sé settur óþarfa kostnaður á greinina. Nauðsynlegt er að huga að kynbótum á kúastofninum eftir þeim leiðum sem þegar eru þekktar og notaðar í nautaeldinu. Einfalda þarf regluverk þegar kemur að heimavinnslu afurða og sölu. Einfalda þarf byggingaregluverkið og flytja ábyrgðina aftur til baka til iðnaðarmanna og verkkaupa. Á heimasíðu Lýðræðisflokksins má finna betri útlistun á stefnunni og ég hvet alla til að skoða. X-L

Tími íslenskrar náttúru er núna
Lesendarýni 16. janúar 2026

Tími íslenskrar náttúru er núna

Atvinnustefna Íslands, vaxtarplan ríkisstjórnarinnar til ársins 2035 liggur fyri...

Íslenskari en ...
Lesendarýni 6. janúar 2026

Íslenskari en ...

Algeng er sú rökvilla að nútíminn mínus öld eða tvær sé einhvers konar hápunktur...

Við áramót
Lesendarýni 30. desember 2025

Við áramót

Árið 2025 var prýðisgott ár til lands og sjávar. Þess naut sannarlega við í blóð...

Vetrarbeit og válynd veður
Lesendarýni 22. desember 2025

Vetrarbeit og válynd veður

Er nokkuð jólalegra en maður, sauður og hundur á ferð í myrkri og kafaldsbyl á ö...

Fjölbreyttur og kraftmikill landbúnaður til framtíðar
Lesendarýni 22. desember 2025

Fjölbreyttur og kraftmikill landbúnaður til framtíðar

Þetta fyrsta ár mitt í embætti atvinnuvegaráðherra hefur verið allt í senn fjölb...

Fæðuöryggi sem innviður norðurslóðasamfélaga
Lesendarýni 22. desember 2025

Fæðuöryggi sem innviður norðurslóðasamfélaga

Áhersla á fæðuöryggi , viðnámsþrótt og öryggi grunninnviða samfélagsins hefur á ...

Frá 75 ára afmæli norsku búvörusamninganna
Lesendarýni 9. desember 2025

Frá 75 ára afmæli norsku búvörusamninganna

Þann 17. nóvember var 75 ára afmæli Hovedavtalen for jordbruket haldið hátíðlega...

Gerum allt að garði
Lesendarýni 28. nóvember 2025

Gerum allt að garði

Garðurinn í kringum Listasafn Árnesinga í Hveragerði er bæði umgjörð um safnið o...