Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Á framleiðsla mjólkur að vera í samræmi við þarfir þjóðarinnar?
Lesendarýni 15. desember 2023

Á framleiðsla mjólkur að vera í samræmi við þarfir þjóðarinnar?

Höfundur: Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur hjá MS

Í búvörulögum frá 1993 er að finna kjarnann í þeirri landbúnaðarstefnu sem er útfærð nánar í samningum stjórnvalda og bænda á hverjum tíma.

Erna Bjarnadóttir.

Í b) lið 1.gr. laganna er kveðið á um að framleiðsla búvara til neyslu og iðnaðar verði í sem nánustu samræmi við þarfir þjóðarinnar og tryggi ávallt nægjanlegt vöruframboð við breytilegar aðstæður í landinu.

Þessi lagagrein hefur alla tíð verið leiðarstef í starfsumhverfi mjólkurframleiðenda. Árlega er tekin ákvörðun um heildargreiðslumark mjólkur sem byggir á innanlandssölu afurðanna og söluhorfum fyrir komandi ár. Greiðslumark komandi árs, 2024, hefur þannig verið ákveðið 151,5 milljónir lítra. Þetta eru hin opinberu skilaboð til bænda um hve mikið magn mjólkur þeir skulu útvega íslenskum neytendum. Á móti er svo mælt fyrir í d) lið 1. gr búvörulaganna að „... kjör þeirra sem landbúnað stunda verði í sem nánustu samræmi við kjör annarra stétta“.

Opinber stuðningur hefur minnkað verulega

Mjólkurframleiðendur hafa í meginatriðum búið við óbreytt fyrirkomulag á stuðningi við greinina frá 1. september 2005. Hornsteinn þess skipulags er ofangreint markmið að innanlandsframleiðsla mæti þörfum innlendrar eftirspurnar á hverjum tíma. Þetta kemur skýrt fram bæði í búvörulögum og samningum um starfsskilyrði nautgriparæktar. Þessu hafa bændur svarað með því að auka framleiðslu mjólkur úr um 109,5 milljón lítrum árið 2005 í 148 milljónir lítra árið 2022 sem er um 35% aukning.

Á móti hafa framlög samkvæmt búvörusamningum til mjólkurframleiðenda dregist saman að raunvirði og dreifast að auki á meiri framleiðslu. Samkvæmt uppgjöri Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir árið 2022 námu tekjur kúabúa, 44 kr/ lítra af greiðslum samkvæmt samningi um starfsskilyrði mjólkur framleiðslu og 5,7 kr/lítra í tekjur af jarðræktar- og landgreiðslum. Samtals 49,7 kr/lítra.

Afurðastöðvaverð samkvæmt uppgjöri RML var 112,1 króna á lítra. Opinber stuðningur nam því 31% tekna á lítra mjólkur árið 2022 í stað 47,1% árið 2005.

Í niðurstöðum starfshóps ráðuneytisstjóra þriggja ráðuneyta sem birtust á heimasíðu matvælaráðuneytisins 5. desember sl. kemur fram að samkvæmt verðlagsgrundvelli kúabús hækkaði framleiðslukostnaður um 40% frá 2019-2023 meðan tekjur jukust samkvæmt búreikningum um u.þ.b. 14%. Við þetta bætist að verðlagsgrundvöllurinn vanmetur stórlega áhrif vaxtahækkana á rekstrarkostnað kúabúa.

Þetta tvennt, stórlækkað opinbert framlag á hvern lítra mjólkur og vanmat verðlagsgrundvallarins á raunverulegum framleiðslukostnaði, eru meginástæðurnar fyrir rekstrarvanda kúabænda um þessar mundir.

Mjólk og mjólkurvörur eru mikilvægur þáttur í næringu landsmanna

Fyrir stuttu kom út skýrslan „Hvað borða Íslendingar?“ en hún var unnin af hálfu embættis landlæknis og Rannsóknarstofu í næringarfræði við Háskóla Íslands og fól í sér landskönnun á mataræði þjóðarinnar árin 2019-2021. Þar má lesa um framlag mjólkur og mjólkurvara til mismunandi næringarefna. Þar kemur t.a.m. fram að 21% af hitaeiningum, 24% af próteinum, 65% af kalki og 33% af joði (en neysla á joði er of lítil hér á landi og fer minnkandi) koma úr mjólk og mjólkurvörum. Er að vænta stefnubreytingar frá stjórnvöldum um hvaðan þessi næring á að koma?

Hefur orðið stefnubreyting?

Í áðurnefndum niðurstöðum starfshóps ráðuneytisstjóra þriggja ráðuneyta frá 5. desember sl. segir að núverandi stuðningskerfi landbúnaðar „... endurspegli hvorki þarfir atvinnugreinarinnar í heild né stefnu stjórnvalda á málefnasviðinu“. Einnig kemur þar fram að breyta þurfi áherslum „þannig að stutt verði við fjölbreyttari starfsemi og framleiðslu landbúnaðarafurða í samræmi við áherslur landbúnaðarstefnu“.

Hvergi verður hins vegar séð í fyrirliggjandi stefnuskjölum að hverfa eigi frá þeirri stefnu sem fram kemur í því sem rammað er inn í b) lið 1. gr. núgildandi búvörulaga og vitnað var til í upphafi, þ.e. að framleiðsla mjólkur mæti þörfum þjóðarinnar. En ef líta á fram hjá augljósri þörf fyrir að mæta fordæmalausri hækkun framleiðslukostnaðar hjá öllum sem greinina stunda hlýtur að vera spurt: Hafa stjórnvöld breytt landbúnaðarstefnunni þvert ofan í gildandi lög og án þess að alþingismenn eða bændur hafi verið hafðir með í ráðum?

Gerum allt að garði
Lesendarýni 28. nóvember 2025

Gerum allt að garði

Garðurinn í kringum Listasafn Árnesinga í Hveragerði er bæði umgjörð um safnið o...

Ríkið á ekki að styrkja skógrækt með framandi ágengum tegundum
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Ríkið á ekki að styrkja skógrækt með framandi ágengum tegundum

Aukin ásókn í ræktun skóga með framandi ágengum tegundum, eins og hún hefur tíðk...

Að vera í stríði við sjálfan sig
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Að vera í stríði við sjálfan sig

Snjótittlingurinn er ein helsta hetja norðursins. Vegur um 40 grömm og stenst fr...

Aðgerðir til stuðnings sjálfbærum landbúnaði
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Aðgerðir til stuðnings sjálfbærum landbúnaði

Tækifærin til orkusparnaðar, aukinnar sjálfbærni og samdráttar í losun gróðurhús...

Bóndi er bústólpi, bú landstólpi
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Bóndi er bústólpi, bú landstólpi

Um allt land á Íslandi eru lítil þorp, með litlum húsum en stórum garði. Garðuri...

Er ríkið að takmarka eignarrétt á kostnað landeigenda?
Lesendarýni 26. nóvember 2025

Er ríkið að takmarka eignarrétt á kostnað landeigenda?

Framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár gengur í fáum orðum út á það til hvaða aðgerð...

Beitarstýring er best
Lesendarýni 18. nóvember 2025

Beitarstýring er best

Í 16. tölublaði Bændablaðsins frá 11. september er forsíðugrein sem heldur því f...

Ávaxtaðu jarðveginn þinn
Lesendarýni 18. nóvember 2025

Ávaxtaðu jarðveginn þinn

Heimsbyggðin stendur frammi fyrir tveimur áskorunum, loftslagsbreytingum og hnig...