Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Þjóðarsátt
Mynd / Þórdís
Af vettvangi Bændasamtakana 12. janúar 2024

Þjóðarsátt

Höfundur: Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands.

Í upphafi vil ég óska bændum og lesendum Bændablaðsins gleðilegs árs og farsældar á nýju ári, með þökkum fyrir samstarfið á liðnu ári. Hvað framtíðin ber í skauti sér er óráðið en ég vona að við getum litið bjartari tíma á nýju ári.

Gunnar Þorgeirsson

Eftir að Bændasamtök Íslands höfðu rökstutt lélega afkomu bænda í upphafi árs 2023 og kynnt það fyrir fjárlaganefnd og atvinnuveganefnd þingsins, auk matvælaráðuneytisins, á vordögum, ákvað ríkisstjórnin á haustdögum í október að koma á fót starfshópi ráðuneytisstjóra þriggja ráðuneyta til að leggja mat á þá stöðu sem upp væri komin í landbúnaði í kjölfar endurtekinna hækkana á stýrivöxtum og verðhækkunum á aðföngum. Það er skemmst frá því að segja að upplifun mín hafi verið sú að ráðuneytisstjórahópurinn hafi eingöngu verið settur saman til að vefengja útreikninga Bændasamtakanna, var ástandið virkilega svo slæmt? Í stað þess að dvelja við slíkar hugmyndir, þá fengum við loks viðurkenningu á vandanum, þ.e. að við bændur störfum innan kerfis sem þjónar erfiðlega tilgangi sínum þegar afkoman og samkeppnishæfnin gæti verið mun betri.

Samkvæmt fréttum síðustu daga, þá virðist vera góður gangur í kjaraviðræðum ársins. Eftir því er þó tekið að stærsta launþegahreyfingin, Sameyki, upplifir sig algerlega afskiptalausa og útundan í því sem er kallað og stefnt er að – svokallaðri þjóðarsátt. Kaupmáttur launa hefur lækkað verulega og verðbólgan er í aðalhlutverki. Í sögulegu samhengi og til upprifjunar má nefna að aðdragandi og undirbúningur Þjóðarsáttarinnar sem varð árið 1990, stóð yfir í fjögur ár og mikið þurfti til þess að ná samtakti innan verkalýðshreyfingarinnar, á meðal stjórnvalda og atvinnulífsins. Samtök bænda á þeim tíma komu að samningsgerðinni og var það nýlunda, en ákvæði voru í samningunum um að búvöruverð myndi haldast óbreytt í tiltekinn tíma.

Bændasamtökin sýndu á síðasta ári fram á að það vantaði hátt í 12 milljarða króna inn í atvinnugreinina til að rétta af stöðuna og tryggja rekstraröryggi sem eðlilegt er að atvinnugrein sem ætlað er að stuðla að fæðuöryggi þjóðarinnar, búi við. Stjórnvöld snertu á þessum vanda bænda með viðbótarstuðningsgreiðslum, að fjárhæð 2,1 milljarði króna. Það er vel að ríkið sá sér fært að snerta á erfiðri fjárhagsstöðu bænda, en þegar ekki er komið að fullu til móts við vandann, hvert á þá að leita? Bændur þessa lands þurfa nefnilega líka mannsæmandi laun fyrir sína vinnu.

Um 15,9 milljörðum króna hefur verið ýtt út í verðlagið síðustu tvö ár, og það hlýtur að vera orðið nóg, en á meðan hafa bændur greitt 8,6 milljarða króna með eigin framleiðslu, svona til að setja þetta í samhengi. Á að vera landbúnaður á Íslandi? Því ef markmið launþegahreyfingarinnar núna er að ná einhvers konar þjóðarsátt, til að ná niður verðbólgu, þyrftu þá ekki fleiri að eiga aðkomu að borðinu, svo eiginleg þjóðarsátt geti náðst? Eða ætlum við að leggja allt undir á rautt í rúllettu?

Það hefur lengi verið ljóst að þó lög kveði á um að kjör bænda skuli vera sambærileg öðrum starfsstéttum með tilliti til þekkingar og ábyrgðar þá sé það langt frá því að vera raunin. Ef rýnt er í gögn Hagstofunnar yfir rekstrar- og efnahagsreikninga í landbúnaði blasir við hversu alvarlegur vandinn er. Bændur eru orðnir vanir því að lifa á litlu og því er mikilvægt að leggja áherslu á að nú sé ástandið mjög slæmt en slæmt hefur það verið í lengri tíma.

Hluta þessara mála má ekki síður rekja til starfsumhverfisins hér heima, og blýhúðuð regluverk og auknar álögur frá þinginu eru svo sannarlega ekki að hjálpa til. Einfalda þarf regluverkið svo við getum keppt við innfluttar afurðir sem streyma til landsins í hundruðum tonna. Ríkisendurskoðun hefur staðfest að eftirliti með innfluttum landbúnaðarvörum er verulega ábótavant, þá sér í lagi varðandi magntolla samkvæmt tollskrá en gjöld tollskrárinnar hafa ekki breyst frá árinu 1996 og þar af leiðandi ekki haldið í við verðlag nema að litlu leyti. Sú staða, ein og sér, stuðlar að neikvæðu starfsumhverfi fyrir bændur og ófyrirsjáanleika í vöruverði til neytenda.

Tími íslenskrar náttúru er núna
Lesendarýni 16. janúar 2026

Tími íslenskrar náttúru er núna

Atvinnustefna Íslands, vaxtarplan ríkisstjórnarinnar til ársins 2035 liggur fyri...

Íslenskari en ...
Lesendarýni 6. janúar 2026

Íslenskari en ...

Algeng er sú rökvilla að nútíminn mínus öld eða tvær sé einhvers konar hápunktur...

Við áramót
Lesendarýni 30. desember 2025

Við áramót

Árið 2025 var prýðisgott ár til lands og sjávar. Þess naut sannarlega við í blóð...

Vetrarbeit og válynd veður
Lesendarýni 22. desember 2025

Vetrarbeit og válynd veður

Er nokkuð jólalegra en maður, sauður og hundur á ferð í myrkri og kafaldsbyl á ö...

Fjölbreyttur og kraftmikill landbúnaður til framtíðar
Lesendarýni 22. desember 2025

Fjölbreyttur og kraftmikill landbúnaður til framtíðar

Þetta fyrsta ár mitt í embætti atvinnuvegaráðherra hefur verið allt í senn fjölb...

Fæðuöryggi sem innviður norðurslóðasamfélaga
Lesendarýni 22. desember 2025

Fæðuöryggi sem innviður norðurslóðasamfélaga

Áhersla á fæðuöryggi , viðnámsþrótt og öryggi grunninnviða samfélagsins hefur á ...

Frá 75 ára afmæli norsku búvörusamninganna
Lesendarýni 9. desember 2025

Frá 75 ára afmæli norsku búvörusamninganna

Þann 17. nóvember var 75 ára afmæli Hovedavtalen for jordbruket haldið hátíðlega...

Gerum allt að garði
Lesendarýni 28. nóvember 2025

Gerum allt að garði

Garðurinn í kringum Listasafn Árnesinga í Hveragerði er bæði umgjörð um safnið o...