Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Á fardegi Stekkjastaurs komu fjórir bræður hans færandi hendi í Bændasamtökin. Vigdís Häsler framkvæmdastjóri veitti þessu glaðværa föruneyti móttöku þar sem hún fékk ýmsan glaðning úr heimasveit frá íslenskum jólasveinum úr Dölunum. Ekki amaleg gjöf það. Íslenskt og gott, já takk.
Á fardegi Stekkjastaurs komu fjórir bræður hans færandi hendi í Bændasamtökin. Vigdís Häsler framkvæmdastjóri veitti þessu glaðværa föruneyti móttöku þar sem hún fékk ýmsan glaðning úr heimasveit frá íslenskum jólasveinum úr Dölunum. Ekki amaleg gjöf það. Íslenskt og gott, já takk.
Mynd / HGS
Af vettvangi Bændasamtakana 15. desember 2023

Samstaðan mun halda

Höfundur: Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands

Fyrir tveimur árum náðist stór áfangi í hagsmunabaráttu bænda þegar Bændasamtökin urðu sameinuð.

Búgreinafélög hinna fjölbreyttu greina landbúnaðarins urðu þá formlega hluti samtakanna. Eins og gengur og gerist þarf að yfirstíga ýmsar hindranir í svo stórri aðgerð. En árið 2023 hefur verið árið þar sem sameiningin hefur óumdeilanlega skilað árangri. Og ekki hefur veitt af þegar sótt er að atvinnugreininni úr öllum áttum. Ef það eru ekki aðfanga- eða vaxtahækkanir þá er það krafa um meiri innflutning, kröfur frá EES, meiri kröfur með blýhúðun og inn á milli pólitískar ákvarðanir. Fyrir samtökin og hagsmunagæslu landbúnaðarins hefur það verið lykilatriði að hafa gott fólk í brúnni, á skrifstofu samtakanna sem er reiðubúið að berjast fyrir heildarhagsmunum landbúnaðarins.

Íslensk matvælaframleiðsla og íslenskur landbúnaður eru í fremstu röð, hvort heldur er um að ræða kjöt, fisk, mjólkurafurðir, grænmeti, nú eða jólatré! Hér á landi er nægt jarðnæði og mikið af hreinu vatni, þess vegna viljum við nýta landið undir framleiðslu sem við sem þjóð getum verið stolt af. Þó veður séu válynd hérna heima þá hafa bændur aðlagað sig að þeim aðstæðum. Kaldara loftslag hefur líka sína kosti þó það takmarki líka möguleikana. Við getum þó öll verið sammála um að það sé skynsamlegt að framleiða matvæli á Íslandi, þó ekki væri nema vegna sjónarmiða um sjálfsaflahlutfall þjóðarinnar í fæðuframleiðslu – fæðuöryggi þjóðarinnar. Framleiðsluvirði íslenskra landbúnaðarafurða er líka verulegt, eða um 90 milljarðar, og atvinnugreinin skapar yfir 10.000 störf, það munar um minna.

Einn besti mælikvarðinn á hversu vel hefur tekist til í hagsmunagæslu bænda og með sameiningu Bændasamtakanna er að þessa dagana er reynt að reka fleyg í þá samstöðu sem hefur skapast meðal okkar. Nú síðast með aðgerðum ríkisstjórnarinnar á grunni vinnu ráðuneytisstjórahópsins. Þar hefði stjórnvöldum farnast betur á því að ráðfæra sig við Bændasamtökin til að útfærslan og aðgerðirnar væru í samræmi við þá alvarlegu stöðu sem er í landbúnaði, og greiningar samtakanna og hópsins hafa leitt í ljós.

Afkomuvandi bænda hefur nú verið viðurkenndur og á honum bera stjórnvöld ábyrgð lögum samkvæmt. Fyrst aðeins hluti vandans verður leiðréttur með aðgerðum ráðuneytisstjórahópsins, þá verður að leysa afganginn eftir öðrum leiðum. Endurskoðun búvörusamninga er opin og ekkert því til fyrirstöðu að stjórnvöld komi þar með ásættanlegar lausnir að borðinu. Við sem höfum verið valin til að leiða hagsmunabaráttu bænda erum boðin og búin að finna lausnir með stjórnvöldum, svo lengi sem við heyrum ekki í öðru hverju orði að ekkert sé hægt að gera. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar á dögunum sýna nefnilega og sanna að ýmislegt er hægt ef viljinn er fyrir hendi.

Við sem störfum við íslenskan landbúnað getum verið stolt, þrátt fyrir að verkefnið sé á stundum vanþakklátt og verkin erfið. Okkur hefur á þessu ári tekist að skapa öflugan meðbyr með atvinnugreininni því við erum samstíga og samheldin í hagsmunabaráttu okkar fyrir lífi okkar og atvinnu.

Kæru bændur og búalið, um leið og ég óska ykkur gleðilegrar hátíðar vil ég halda þeirri einörðu skoðun minni á lofti að það er samstaðan sem mun skila okkur í endamarkið. Með samstöðu höfum við fengið fyrir sjónarmið bænda og náð fram hluta þeirrar leiðréttingar sem þörf er á, og saman munum við ná fram leiðréttingu á kjörum bænda.

Áfram íslenskir bændur.

Tími íslenskrar náttúru er núna
Lesendarýni 16. janúar 2026

Tími íslenskrar náttúru er núna

Atvinnustefna Íslands, vaxtarplan ríkisstjórnarinnar til ársins 2035 liggur fyri...

Íslenskari en ...
Lesendarýni 6. janúar 2026

Íslenskari en ...

Algeng er sú rökvilla að nútíminn mínus öld eða tvær sé einhvers konar hápunktur...

Við áramót
Lesendarýni 30. desember 2025

Við áramót

Árið 2025 var prýðisgott ár til lands og sjávar. Þess naut sannarlega við í blóð...

Vetrarbeit og válynd veður
Lesendarýni 22. desember 2025

Vetrarbeit og válynd veður

Er nokkuð jólalegra en maður, sauður og hundur á ferð í myrkri og kafaldsbyl á ö...

Fjölbreyttur og kraftmikill landbúnaður til framtíðar
Lesendarýni 22. desember 2025

Fjölbreyttur og kraftmikill landbúnaður til framtíðar

Þetta fyrsta ár mitt í embætti atvinnuvegaráðherra hefur verið allt í senn fjölb...

Fæðuöryggi sem innviður norðurslóðasamfélaga
Lesendarýni 22. desember 2025

Fæðuöryggi sem innviður norðurslóðasamfélaga

Áhersla á fæðuöryggi , viðnámsþrótt og öryggi grunninnviða samfélagsins hefur á ...

Frá 75 ára afmæli norsku búvörusamninganna
Lesendarýni 9. desember 2025

Frá 75 ára afmæli norsku búvörusamninganna

Þann 17. nóvember var 75 ára afmæli Hovedavtalen for jordbruket haldið hátíðlega...

Gerum allt að garði
Lesendarýni 28. nóvember 2025

Gerum allt að garði

Garðurinn í kringum Listasafn Árnesinga í Hveragerði er bæði umgjörð um safnið o...