Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Meira af framboðsmálum
Af vettvangi Bændasamtakana 23. febrúar 2024

Meira af framboðsmálum

Höfundur: Gunnar Þorgeirsson, garðyrkjubóndi að Ártanga.

Ágætu félagsmenn í Bændasamtökum Íslands. Kosning til formanns stjórnar í Bændasamtökum Íslands mun fara fram dagana 1. og 2. mars nk.

Gunnar Þorgeirsson.

Kosning fer fram rafrænt á meðal allra félagsmanna samtakanna og leyfi ég mér að benda ykkur á heimasíðu samtakanna þar sem er að finna ítarlegri
leiðbeiningar um framkvæmd kosninganna. Hvet ég ykkur öll sem eitt að nýta ykkur kosningaréttinn.

Líkt og áður hefur komið fram hef ég ákveðið að gefa kost á mér til formennsku í Bændasamtökunum en ég hef gegnt því embætti síðastliðin fjögur ár. Þessi tími hefur verið tími áskorana í landbúnaði á svo marga vegu og ber þar hæst afkomuvandi í greininni heilt yfir. Einnig hafa málefni tengd umhverfis- og loftslagsmálum verið ansi fyrirferðarmikil og mikilvægt að við náum fram skilningi stjórnvalda fyrir að viðhalda og auka framleiðslu en á sama tíma að ná fram heildarsýn fyrir landbúnaðinn til framtíðar í þeim málum. Áskoranir greinarinnar eru ekki eingöngu hér innanlands heldur eru þær einnig utan landsteinanna, þar sem starfsbræður okkar og -systur hafa staðið fyrir mótmælum vegna skilningsleysis stjórnvalda sem leynt og ljóst taka ákvarðanir sem vega að starfsskilyrðum greinarinnar. Þetta eru málefni morgundagsins og er ég reiðubúinn að leggja mitt af mörkum svo vel takist til.

Það var ánægjulegt að sitja deildarfundi búgreina sem fóru fram dagana 12. og 13. febrúar síðastliðinn. Þar hittust fyrir ellefu deildir sem starfa innan samtakanna, fulltrúar fjórtán atvinnugreina og fóru yfir áherslumál viðkomandi deilda. Við megum aldrei missa sjónar á hagsmunum allra innan samtakanna. Við eigum að vinna sem ein heild og sem einn samhentur hópur með skýr markmið og framtíðarsýn. Sú ásýnd er mikilvæg til framtíðar litið þar sem nýr búvörusamningur mun taka við af nýjum eigi seinna en 1. janúar 2027. Nýr búvörusamningur þarf að fylgja grunnstefi landbúnaðarstefnunnar, sem við börðumst svo hart fyrir, og taki á fjórum meginmarkmiðum:

  • Fæðuöryggi. Tryggja þarf innlenda framleiðslu, með áherslu á öryggi matvæla og á plöntu- og dýraheilbrigði.
  • Landbúnað um land allt. 
    Margbreytileiki landbúnaðarins er forsenda fyrir því að búskapur og önnur starfsemi tengd landbúnaði sé dreifð um land allt.
  • Aukin verðmætasköpun. Við eigum að fá að nýta möguleika okkar, þar sem áhersla er lögð á hagkvæmni og bætta samkeppnishæfni á öllum stigum virðiskeðjunnar.
  • Sjálfbær landbúnaður. Rétt nýting og vernd landbúnaðarlands er forsenda fyrir að ná framleiðslu- markmiðum. Takmarka þarf viðskipti með ræktað land en finna þarf jafnvægi við þarfir samfélagsins í heild.

En eitt stærsta málefni fyrir landbúnaðinn í heild sinni eru heimildir í tollkvóta sem samið hefur verið um við Evrópusambandið, en þar er ýmislegt sem betur má fara líkt og kemur fram í úttekt ríkisendurskoðunar frá síðastliðnu ári og ekki síður úttekt starfshóps fjármálaráðuneytisins frá síðastliðnu hausti, en þar koma fram ýmsar ábendingar sem betur má fara í framkvæmdinni því allt skiptir þetta máli í heildarmyndinni.

Samkeppnisumhverfi íslensks landbúnaðar verður að fá að keppa á jafnræðisgrundvelli bæði hvað varðar uppruna vöru, ekki síður um aðbúnað í hinum stóra heimi sem okkur virðast skipta litlu máli þegar kemur að innfluttum afurðum. Eitt af okkar viðbrögðum við stórauknum innflutningi er að standa vörð um innanlandsframleiðsluna og þar skipta merkingar vörunnar lykilmáli. Þess vegna höfum við unnið að innleiðingu á merkinu „Íslenskt staðfest“ sem mun standa vörð um okkar framleiðslu.

Ég er reiðubúinn til að taka verkefnið, fái ég til þess umboð frá ykkur, kæru félagsmenn.

Með fyrirfram þökkum.

Dásamlega íslenska sveitin
Lesendarýni 6. maí 2024

Dásamlega íslenska sveitin

Þegar maður kemst á miðjan aldur, þá staldrar maður aðeins við og veltir fyrir s...

Hafa skal það sem sannara reynist
Lesendarýni 1. maí 2024

Hafa skal það sem sannara reynist

Í Bændablaðinu 11. apríl sl. er heilsíðuviðtal við hjónin á Syðri-Fljótum í Meða...

Mótmæli bænda í ESB: hvað býr að baki?
Lesendarýni 29. apríl 2024

Mótmæli bænda í ESB: hvað býr að baki?

Undanfarna mánuði hafa bændur í Evrópu efnt til mikilla mótmæla um alla heimsálf...

Ósonlagið er klárt, hvað næst?
Lesendarýni 23. apríl 2024

Ósonlagið er klárt, hvað næst?

Dóttir mín kom heim um daginn og hafði verulegar áhyggjur. Jörðin væri víst að e...

Hvaða máli skiptir forseti Íslands fyrir bændur?
Lesendarýni 17. apríl 2024

Hvaða máli skiptir forseti Íslands fyrir bændur?

Hvaða máli skiptir embætti forseta Íslands fyrir bændur? Þessa spurningu fékk ég...

Beinin í garðinum
Lesendarýni 10. apríl 2024

Beinin í garðinum

Kirkjugarðar, sérstaklega gamlir kirkjugarðar, eru áhugaverðir staðir. Við leggj...

Merk starfsemi við Bodenvatn
Lesendarýni 5. apríl 2024

Merk starfsemi við Bodenvatn

Í vestanverðu Bodenvatni á landamærum Sviss, Þýskalands og Austurríkis er eyja m...

Við og sauðkindin
Lesendarýni 28. mars 2024

Við og sauðkindin

Sauðkindin hefur verið hluti af menningu okkar og gaf okkur margt af því sem þur...