Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Af kynbótasýningum hrossa
Skoðun 21. júní 2021

Af kynbótasýningum hrossa

Höfundur:  Heiðrún Sigurðardóttir, MSc, FEIF alþjóðadómari kynbótahrossa
Heiðrún Sigurðardóttir, MSc, FEIF alþjóðadómari kynbótahrossa

Kynbótasýningar eru sérstakir viðburðir. Það er erfitt að lýsa þeim fyrir fólki sem ekki þekkir til í hrossaræktinni, en hjá þeim sem stunda hrossarækt er þetta hálfgerð hátíðarstund – uppskera vetrarstarfsins. Kynbótahross eru sýnd af atvinnuknöpum og metin af fagaðilum fyrir sköpulag og hæfileika, og kynbótagildi þess metið í kjölfarið, þ.e. líkindi þess að hrossið muni gefa af sér falleg og hæfileikarík afkvæmi. Hrossaræktinni fylgja miklar tilfinningar því í mörgum tilfellum er þetta ástríða fólks, en einnig eru oft háar fjárhæðir í húfi þar sem verðgildi kynbótahrossa veltur að miklu leyti á kynbótagildi þess.

Það eru því miklar tilfinningasveiflur sem fylgja kynbótasýningum, og andrúmsloft og stemming á sýningarstað mótast af þeim. Þetta er eðlilegt enda töluvert í húfi fyrir marga, og maður þekkir það af eigin raun að það eru vonbrigði þegar hrossið manns nær ekki þeim einkunnum sem gert var ráð fyrir. Að sama skapi er gleðin fölskvalaus þegar allt gengur upp.

Nýr dómskali er hluti af endurskoðun kynbótakerfis íslenska hestsins

Í síðustu viku var ég við dómstörf á kynbótasýningu á Gaddstaðaflötum við Hellu. Mér finnst gaman að vera kynbótadómari, ég er fær á mínu sviði og ég hlakka almennt til þeirra dómstarfa sem ég er valin til á hverju ári. Á síðasta ári var byrjað að innleiða nýjan dómskala og höfum við kynbótadómarar verið í miklu æfingaprógrammi í vetur til að samræma okkur betur í notkun nýja skalans. Öll kynbótakerfi þarf að endurskoða reglulega og meta afraksturinn; sjálfar erfðaframfarirnar. Nýi dómskalinn er partur af endurskoðun kynbótakerfis íslenska hestsins. Í nýja dómskalanum er hnykkt á ýmsum atriðum sem rannsóknir hafa sýnt fram á að hafi hagstæð áhrif á getu hrossa, ásamt ýmsum atriðum sem hafa verið í umræðunni síðustu misseri. Þar af leiðandi er nú tekið strangar á atriðum sem ekki hafa þótt skipta jafn miklu máli fram að þessu, t.d. framhalli í baki, framhæð, rétt líkamsbeiting o.fl.

Deilt við dómarann

Það er í eðli mannsins að vilja halda sig við það sem hann þekkir. Breytingar leggjast illa í fólk almennt, sérstaklega ef það þekkir ekki breytingarnar eða ástæður þeirra. Skilningsleysi veldur reiði, og hvar er best að taka hana út? Jú, á dómurunum.

Þessi vika í dómstörfum á Hellu var skemmtileg að mestu leyti en eitt skyggði þó á gleðina. Við í dómarateyminu, tvær konur og einn karlmaður, fundum fyrir mikilli reiði í okkar garð og sátum undir þeirri ádeilu að vera vanhæf í starfi. Fýlustjórnun og múgæsing fór í gang snemma á sýningunni en við heyrðum af því að menn væru að safna saman liði til að mæta á sýningarstað og „láta okkur heyra það”. Sögusagnir voru uppi um það „óréttlæti“ sem við beittum knapa og ræktendur. Við fengum yfir okkur reiðilestur frá nokkrum aðilum og fullorðnir einstaklingar sýndu kúgunartilburði í okkar garð, meðal annars með því að stilla sér upp með fýlusvip og krosslagðar hendur og stara á okkur á meðan við sinntum dómstörfum. Ég leyfi mér að efast um að menn hefðu leyft sér að ganga svona langt ef dómnefndina hefðu skipað þrír stálpaðir karlmenn. Oft hefur maður upplifað neikvæða gagnrýni á kynbótasýningum og orð sem falla í hita leiksins en á sýningunni á Hellu keyrði um þverbak.

Það er ekki auðvelt að leiða svona hegðun hjá sér og halda áfram að dæma eins og ekkert hafi í skorist. Ég er með breitt bak og get staðið þetta af mér, en ég neita að sætta mig við að þetta sé eðlileg hegðun!

Góð samskipti og fagmennska eru lykilorð

Reynum að vanda okkur í samskiptum og berum virðingu fyrir hvert öðru, hver sem okkar bakgrunnur er. Við erum öll fagfólk og við erum öll að gera okkar besta í mismunandi hlutverkum.

Gögnin sýna samræmi í dómum

Til gamans sýni ég hér einfalda lýsandi tölfræði úr þeim þremur sýningum sem fram fóru í síðustu viku; umrædd sýning á Hellu, sýning á Hólum í Hjaltadal og sýning í Hafnarfirði. Þetta myndi ég nú kalla fyrirmyndar samræmi í dómum!

Tafla 1.
Lýsandi tölfræði sýninganna þriggja, en háværar raddir heyrðust um að dómaragengið á Hellu gæfi almennt lægri einkunnir en dómaragengin á sýningunni á Hólum og í Hafnarfirði.

Tafla 2
Meðaltöl dóma á sýningunum þremur og niðurstöður úr einföldu t-prófi um marktækan mun á meðaltölum. Munurinn á meðaltölum er marktækur ef P-gildið er lægra en 0,05.

Höfundur er doktorsnemi í erfðafræðum hrossa við Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) og Landbúnaðarháskóla Svíþjóðar (SLU).

Náttúrulegir óvinir meindýra – Hetjur skógarins?
Skoðun 3. október 2025

Náttúrulegir óvinir meindýra – Hetjur skógarins?

Náttúrulegir óvinir meindýra eru hópur lífvera sem eiga það sameiginlegt að næra...

 Kregðubólusetningar - val eða vitleysa
Skoðun 3. október 2025

Kregðubólusetningar - val eða vitleysa

Kregða þýðir sá sem étur lítið.  Kregðusýkillinn telst til s.k. berfryminga (Myc...

Ósýnilegi burðarásinn í öryggismálum þjóðarinnar
Skoðun 3. október 2025

Ósýnilegi burðarásinn í öryggismálum þjóðarinnar

Við hugsum oft um almannavarnir sem viðbragð við náttúruhamförum, farsóttum eða ...

Varðveisla erfðaauðlinda
Skoðun 2. október 2025

Varðveisla erfðaauðlinda

Búfé og plöntur hafa fylgt manninum í um 10.000 ár eða frá þeim tíma sem maðurin...

Sterkir innviðir — sterkt samfélag
Skoðun 2. október 2025

Sterkir innviðir — sterkt samfélag

Í nýliðnum ágúst átti ég milliliðalaust samtal við íbúa og sveitarstjórnarfólk á...

Hernaðurinn gegn Hamarsdal
Skoðun 2. október 2025

Hernaðurinn gegn Hamarsdal

Góðir lesendur. Heggur sá er hlífa skyldi.  Ég fordæmi ákvörðun umhverfisráðherr...

Íslensk skógrækt í alþjóðlegu samhengi
Skoðun 1. október 2025

Íslensk skógrækt í alþjóðlegu samhengi

Dagana 9.–11. september fóru tveir fulltrúar Skógardeildar Bændasamtaka Íslands ...

Gætum að geðheilsunni
Skoðun 29. september 2025

Gætum að geðheilsunni

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f