Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Sáning sumarblóma er rétt handan hornsins.
Sáning sumarblóma er rétt handan hornsins.
Mynd / GH.
Á faglegum nótum 5. febrúar 2024

Vorið góða, grænt og hlýtt

Höfundur: Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur.

Kannski finnst lesendum ekki alveg tímabært að hefja raust sína og syngja um sólina, vorið og sumarið á sama tíma og úti geisar harðavetur og hver óveðurslægðin á fætur annarri leggur leið sína að landinu með tilheyrandi úrkomu og vindhraða sem ruglar jafnvel stífustu hárgreiðslum.

Þetta er hins vegar hárrétti tíminn til að skipuleggja ræktunarárið og velta fyrir sér hvaða plöntutegundir eigi að rækta í garðinum og gróðurhúsinu að þessu sinni.

Sáning sumarblóma er rétt handan við hornið og því er tilvalið að skoða vefsíður sem selja slík fræ og jafnvel að panta séu þar tegundir sem heilla mest. Garðyrkjuverslanir eru í óða önn að stilla upp fræhillum sínum og þar má falla í freistni fyrir allan peninginn. Sumarblóm eins og stjúpur, ljónsmunni og silfurkambur, harðgerðar og duglegar tegundir, þurfa langan ræktunartíma og því fræi þarf að sá snemma í febrúar, eigi plönturnar að ná í blóma snemma sumars. Svo koma tegundirnar inn, hver á fætur annarri, þannig að smám saman eykst ræktunarálagið eftir því sem nær dregur sumri og þá bætast að sjálfsögðu matjurtirnar við, fyrir þá garðeigendur sem eru áhugasamir um plöntuát.

Uppeldi sumarblóma og matjurta frá fræi krefst þó sérhæfðrar aðstöðu, helst í gróðurhúsi, en þeir garðeigendur sem ekki hafa aðgang að slíkum lúxus þurfa ekki að örvænta. Garðyrkjufræðingar landsins sjá einfaldlega um þetta ómak og tryggja að enginn þurfi að fara svangur, litlaus og blómfölur inn í sumarið, garðplöntustöðvar eru stútfullar af gullfallegum sumarblómum og hraustlegum matjurtum á hverju vori.

Fleira þarf þó til en falleg sumarblóm í meðalgarðinn. Tré og runnar ramma garðinn fallega inn og þar á milli er rými fyrir gróskulegar fjölærar plöntur sem blómstra allar á mismunandi tímum og leggja sitt af mörkum til þess að allt sumarið sé garðurinn í sem mestum blóma. Kosturinn við þessar plöntur er að þær koma ár eftir ár, stækka og bæta við sig laufskrúði og blómamagni og verða því sífellt til meiri prýði, að því gefnu að þær fái viðeigandi umhyggju og umhirðu. Staðsetningin er líka lykilatriði og því þarf að huga að því að velja plöntur sem þola þau vaxtarskilyrði sem til staðar eru hverju sinni. Að sjálfsögðu eru garðyrkjufræðingar í garðyrkjufyrirtækjum fúsir til ráðlegginga en það er alls ekki vitlaust að undirbúa sig fyrir sumarið.

Félag garð- og skógarplöntuframleiðenda heldur úti sérstökum vef, www.gardplontur.is, þar sem hægt er að sækja sér upplýsingar um allar helstu garðplöntur sem þrífast við íslenskar aðstæður. Á vefnum er flipi um plöntuleit þar sem hægt er að setja inn hvaða skilyrði plantan þarf að uppfylla miðað við aðstæður í viðkomandi garði, svo sem hversu há plantan má vera, óskir um blómlit og blómgunartíma og hvort plantan er vindþolin, saltþolin eða skuggþolin og eins og fyrir kraftaverk birtist þá listi yfir þær plöntur sem koma til greina fyrir þessi skilyrði.

Það getur verið heilmikið grúsk að velja réttu plöntuna í garðinn sinn og því er um að gera að nota þennan dimmasta og kaldasta tíma ársins í undirbúningsvinnuna og útbúa sér lista yfir þær plöntur sem verða á innkaupalista sumarsins. Þá er hægt að einbeita sér að útivinnunni þegar frost fer úr jörðu og sól hækkar á lofti.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...