Öll lögbýli geta fengið styrk til skjólbeltaræktunar
Skjólbelti úr trjágróðri eru hagkvæm lausn þar sem skjóls er þörf. Með ræktun skjólbelta og skjóllunda í beitarhögum, ræktunarlöndum og á uppgræðslusvæðum er hægt að hafa gagnleg áhrif á búrekstur og umhverfi.
Notkun skjólbelta og skjólgróðurs til að auka uppskeru og skýla búfénaði hefur lengi verið órjúfanlegur þáttur landbúnaðar víða um heim. Ræktun þeirra er einnig lykilþáttur í að hefta jarðvegsfok og vernda jarðveg á mikilvægum matvælaframleiðslusvæðum margra landa. Lítil hefð er fyrir skjólbeltaræktun hérlendis en hún fer þó hægt vaxandi. Land og skógur veitir ráðgjöf og úthlutar styrkjum til ræktunar skjólbelta og skjóllunda, og geta allir ábúendur lögbýla nýtt sér þann stuðning.
Áhrif skjóls á gróður og búpening
Ekki þarf að fjölyrða um gagnsemi þess að koma sér upp góðu skjóli á okkar vindasama landi. Flest þekkjum við hvað vindkæling getur verið aðgangshörð og jafnvel aukið kælingu svo að skaði hlýst af. Aðgangur að góðu skjóli er mikilvægur fyrir unglömb og ær á sauðburði, en einnig til að skýla öllum búfénaði í hausthretum og vetrarhörkum. Að sumri leita skepnur gjarnan skjóls við skjólbelti eða trjálundi í miklum hitum eða slagveðursrigningum.
Bein áhrif vinds á gróður eru margvísleg og hafa mikið að segja um vöxt og uppskeru. Vindslit á laufblöðum getur minnkað vaxtargetu plantna og truflað rakastjórnun þeirra. Stöðug hreyfing plöntu í vindi veldur álagi sem leiðir til þess að hlutfallslega meira af vexti fer í rætur en ofanjarðarvöxt og plöntur verða styttri og gildari en þar sem þær vaxa í skjóli.
Hér á norðlægum slóðum eru þó óbein áhrif vinds á uppskeru iðulega enn afdrifaríkari en beinar vindskemmdir, t.d. áhrif á hitafar og raka. Í skjóli verður loft kyrrstæðara og hitnar þá meira en þar sem svalir vindar blandast því og feykja burt. Lofthiti sólarhrings hækkar að meðaltali um 0,5–2 °C næst skjólbelti og nær sú hækkun að jafnaði út yfir svæði sem nemur um sex- til áttfaldri hæð beltisins. Á sólríkum dögum getur hitinn hækkað mun meira. Hitasumman yfir vaxtartíma sumarsins er þar af leiðandi yfirleitt töluvert hærri á skjólgóðum svæðum en svæðum án skýlingar. Uppgufun úr jarðvegi og gróðri verður gjarnan minni í skjóli en á berangri og varmaheldni jarðvegsins jafnari. Jarðvegshiti í efstu 20 cm er því oft 0,5–1 °C hærri yfir vaxtartímann í góðu skjóli en á berangri.
Í samræmi við hærra hitastig og minna vindálag á skýldum svæðum reynist plöntuvöxtur þar yfirleitt töluvert meiri en á berangri án skjóls. Það er þó mjög mismunandi eftir plöntutegundum og yrkjum hve mikill sá munur verður. Með bættum vaxtarskilyrðum vegna skjóls gefst einnig kostur á að rækta uppskerumeiri en hitakærari nytjategundir og afbrigði en annars væri hægt. Af hitakærari tegundum og afbrigðum nytjaplantna getur uppskera aukist verulega ef þeim er veitt gott skjól, meðan ýmsar aðrar tegundir eru vel aðlagaðar veðurfari hérlendis og bæta minna við sig þótt skjól aukist.
Skipulag skjólbelta og skjólkerfa
Til að ná fram verulegum skjóláhrifum er vænlegast að skipuleggja eins konar kerfi af skjólbeltum. Einstök skjólbelti á víðavangi hafa ekki eins afgerandi áhrif og samtengd skjólbelti sem mynda skjólkerfi og hafa þannig stigvaxandi áhrif á nærviðri á svæðinu, til bóta fyrir ræktunaraðstæður, útivist og fleira. Skjólkerfi geta náð yfir mismunandi umfangsmikil svæði eftir aðstæðum og tilvalið að flétta inn í þau minni eða stærri trjálundi þar sem það hentar.
Við skipulagningu á skjólbeltum eða skjólkerfum er að ýmsu að huga og gott að leita samráðs við skjólbeltaráðgjafa. Athuga þarf jarðveg og ræktunaraðstæður, velta fyrir sér hentugum staðsetningum og millibili og hvaða tegundir trjáa og runna eru nægilega harðgerðar fyrir svæðið. Eins og í öðrum framkvæmdum þarf að sneiða hjá fornminjum og taka tillit til annarra friðana, huga að lögnum o.fl. Auk þess er gott að hafa í huga áhrif skjólbelta á hugsanlega snjósöfnun og skuggavarp. Einnig er mikilvægt að fara eftir leiðbeiningum um klippingu og umhirðu skjólbeltanna þegar þau vaxa upp.
Ráðgjöf og styrkir
Eins og áður er sagt veitir Land og skógur lögbýlum styrki til ræktunar á skjólbeltum og skjóllundum. Styrkurinn felst í trjáplöntum sem afhentar eru til skjólbeltagerðar og jarðvegsdúk ef þörf er á að hindra vöxt samkeppnisgróðurs í frjósömu landi. Ráðgjöf skógræktarráðgjafa LOGS og gerð tillögu að skjólbeltaáætlun jarðarinnar í samvinnu við ábúanda er einnig innifalin í styrknum. Öll gróðursett skjólbelti verða í eigu og umsjón landeiganda.
Umsóknareyðublöð eru aðgengileg á landogskogur.is og hjá skógræktarráðgjöfum Lands og skógar. Pantanir vegna skjólbeltaframkvæmda næsta vors þurfa að berast
