Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Kjötframleiðsla jókst lítillega á fyrsta þriðjungi ársins
Á faglegum nótum 31. júlí 2023

Kjötframleiðsla jókst lítillega á fyrsta þriðjungi ársins

Höfundur: Sverrir Falur Björnsson

Heildarkjötframleiðsla á fyrstu fjórum mánuðum ársins var 6.700 tonn, rétt rúmlega 100 tonnum eða 1,6% meiri en árið 2022.

Er það lítillegur viðsnúningur frá árinu á undan en þá hafði framleiðsla dregist saman um 300 tonn sem var 4,4%.

Mestu munar um viðsnúning í framleiðslu svína- og alifuglakjöts. Framleitt magn svínakjöts á fyrstu fjórum mánuðum 2022 var 270 tonnum minna en árið 2021 en í ár er magnið 150 tonnum meira en í fyrra. Hins vegar dróst töluvert úr framleiðslu ungnautakjöts á milli ára.

Þrátt fyrir að aukning hafi verið á framleiðslu frá því í fyrra heldur hún ekki í við fjölgun fólks sem þarf að næra á landinu. Miðað við fólksfjölda, ferðamannafjölda og meðalgistinætur ferðamanna má áætla að á fyrstu fjórum mánuðum ársins hafi að meðaltali verið um 417.000 manns í mat á landinu á hverjum degi. Eru það yfir 25.000 en á sama tíma og í fyrra og næstum 50.000 fleiri en fyrir tveimur árum. Sé framleiðslumagni deilt á þennan fjölda sést að samdráttur á mann nemur tæplega 5% á milli ára og 14% sé horft tvö ár aftur í tímann.

Á fyrstu fjórum mánuðum ársins voru flutt inn 354 tonn af nautakjöti, 868 tonn af svínakjöti og 674 tonn af alifuglakjöti. Sé það borið saman við innlenda framleiðslu er markaðshlutdeild þessara afurða 18,5% fyrir naut, 21% fyrir svín og 18% fyrir alifuglakjöt. Hafa verður þó í huga að megnið af innflutningi er beinlaust en innlend framleiðsla er mæld með þyngd beina. Því má álykta að í raun sé markaðshlutdeild erlends kjöts hærri en hér sést.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...