Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Hrútafundir 2023
Á faglegum nótum 17. nóvember 2023

Hrútafundir 2023

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Útgáfu hrútaskrár verður fylgt eftir að vanda með kynningarfundum víðs vegar um land að því er fram kemur í tilkynningu frá Eyþóri Einarssyni hjá Rágjafarmiðstöð landbúnaðarins.

Fundirnir eru haldnir af Búnaðarsamböndunum í samstarfi við RML, en ráðunautar munu kynna hrúta stöðvanna og fara yfir atriði úr ræktunarstarfinu.

Fundirnir hefjast 20. nóvember en þann dag er áætlað að hrútaskráin komi úr prentun.

„Það sem gerir hrútaskrána í ár frábrugðna frá því sem verið hefur, er í fyrsta lagi hrútakosturinn. Þótt vaninn sé að þar séu kynntir nýir hrútar, þá er nú í fyrsta skipti hópur lambhrúta sem valdir hafa verið inn á stöðvarnar til að dreifa arfgerðum sem veita þol gegn riðuveiki.

Í ár eru 15 glæsilegir gripir með ARR og þar af einn arfhreinn fyrir þessari genasamsætu. Þá koma inn tveir lambhrútar sem bera breytileikann T137 og 2 nýir hrútar sem bera breytileikann C151.

Þar að auki er fjölbreytt úrval nýrra og eldri hrúta sem standa fyrir mismunandi kosti,“ segir Eyþór. Í skránni verða fjórar upplýsingasíður um ýmislegt tengt ræktun gegn riðu og útskýringar á atriðum þeim tengdum, s.s. áherslum í ræktun, útskýringar á riðuflöggunum í Fjárvísi og svör við ýmsum spurningum. Kynbótamatið er nú sett fram með ýtarlegri hætti en áður, þar sem kynbótamat fyrir fallþunga og bakvöðvaþykkt bætist við upplýsingagjöfina um hrútana. Þá er ýmislegt fleira áhugavert efni að finna í skránni.

Skylt efni: Hrútaskrá | hrútafundir

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...