Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hafberg Þórisson garðyrkjumaður hlaut riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu 1. janúar. Á myndinni er einnig Hauður Helga Stefánsdóttir, eiginkona hans.
Hafberg Þórisson garðyrkjumaður hlaut riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu 1. janúar. Á myndinni er einnig Hauður Helga Stefánsdóttir, eiginkona hans.
Mynd / Aðsend
Líf og starf 24. janúar 2023

„Viðurkenning fyrir að vera moldugur og á vaðstígvélum“

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hafberg Þórisson, garðyrkjumaður og forstjóri garðyrkjustöðvarinnar Lambhaga, hlaut riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu 1. janúar síðastliðinn fyrir frumkvöðlastarf í ræktun og vistvænni grænmetisframleiðslu. Alls hlutu fjórtán einstaklingar fálkaorðuna að þessu sinni.

„Fyrir mér er þetta góð viðurkenning á baslinu og að vera alltaf moldugur með sorgarrendur og í vaðstígvélum og fyrir það er ég þakklátur.

Ég vissi að vegna tilefnisins yrðu allir á staðnum í fínum fötum þannig að ég fór úr vinnugallanum og í mitt fínasta púss. Þrátt fyrir það tafðist ég aðeins vegna þess að það bilaði hjá mér rör sem þurfti að laga áður en ég mætti út á Bessastaði.“

Upphefð fyrir starfið í moldinni

Hafberg sagði í samtali við Bændablaðið að vissulega væri gaman að hljóta þessa virðingu og upphefð fyrir starf sitt í moldinni.

„Ég veit ekki hver eða hverjir það voru sem tilnefndu mig en ég frétti nokkrum dögum eftir orðuveitinguna að það hafi einhverjir verið að forvitnast um starfsferil minn og að það var haft samband við Guðna Ágústsson og hann á örugglega einhvern hlut í þessu.

Það var svo þremur dögum fyrir jól að ég frétti af veitingunni.“ Aðspurður segir Hafberg að hann hafi ekki nokkurn tíma velt fyrir sér hvort hann fengi fálkaorðuna.

„En að sjálfsögðu er ég smá montinn með að hafa fengið hana.“

Heiðursviðurkenning veitt einstaklingum

Hin íslenska fálkaorða er íslensk heiðursviðurkenning veitt einstaklingum, bæði íslenskum og erlendum. Nýjum orðuhöfum er oftast veitt viðurkenningin þann 1. janúar eða 17. júní.

Orðan var stofnuð af Kristjáni X. þann 3. júlí 1921 til að sæma þá sem hafa eflt hag og heiður Íslands. Forseti Íslands afhendir orðuna en orðuhafar eru valdir af orðunefnd. Samningur milli nokkurra ríkja vegna heimsókna þjóðhöfðingja og orðuveitinga tengdum þeim er einnig ábyrgur fyrir stórum hluta orðuveitinga.

Við andlát orðuhafa ber svo afkomendum að skila orðunni þó að það muni sjaldan gert. Ein orða nýtur þó undantekningar frá þessu, stórkross sem átti að veita Jóhannesi Kjarval 1965 en hann afþakkaði. Sættir náðust þó með því að orðan var varðveitt í Listasafni Íslands en Jóhannes vildi aldrei fá hana í hendur.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...