Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Stjórn Bændasamtaka Íslands.
Stjórn Bændasamtaka Íslands.
Mynd / H.Kr.
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyrir ríkisstjórn í morgun, mikilvægan áfanga. Með þeim sé ríkisstjórn að leggja áherslu á mikilvægi innlendrar matvælaframleiðslu, að er fram kemur í tilkynningu.

„Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegra stöðu í matvælaframleiðslu á Íslandi hefur nú skilað tillögum sínum og voru þær í morgun lagðar fyrir ríkisstjórn. Hópnum var gert að skoða verð á helstu aðföngum sem hafa hækkað gríðarlegar í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu en litlar líkur eru á að þær hækkanir gangi til baka á næstu mánuðum eða jafnvel misserum með tilheyrandi áhrifum á fæðuöryggi og matvælaverð til neytenda.

Stjórn Bændasamtaka Íslands telur þetta vera mikilvægan áfanga og að með þessum aðgerðum sé ríkisstjórnin að leggja áherslu á mikilvægi innlendrar matvælaframleiðslu, að viðhalda framleiðslugetu landbúnaðarins og draga úr þörf á verðhækkun landbúnaðarafurða til neytenda. Á þessum víðsjárverðum tímum höfum við verið rækilega minnt á mikilvægi og viðkvæmni fæðuöryggis í heiminum. Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu. Hana þurfum við að vernda og efla. Verkefni Bændasamtaka Íslands er ekki nærri því lokið þar sem margar búgreinar komu veikar inn í þessar verðbreytingar og við þurfum að halda áfram að vinna að lausnum fyrir þær. Þess vegna þurfi einnig að horfa til þeirra tillagna sem snúa að starfsskilyrðum landbúnaðarins til framtíðar og má þar m.a. nefna samræmingu og sameiningu afurðastöðva um verkefni,“ segir í tilkynningu frá stjórn Bændasamtakana.

Skýrslu Spretthóps og tillögur má nálgast hér.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...