Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
„Við vöxum ekki með því að vera alltaf að fækka og fjölga“
Fréttir 30. mars 2017

„Við vöxum ekki með því að vera alltaf að fækka og fjölga“

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Sjötti þáttur „Spjallað við bændur“ er kominn í loftið. Að þessu sinni eru sauðfjárbændurnir í Háholti í Gnúpverjahreppi sóttir heim, þau Bryndís Eva Óskarsdóttir og Bjarni Másson. Þau byrjuðu smátt með um 200 fjár en árið 2008 breyttu þau gömlum svínahúsum í fjárhús og juku við bústofninn. Árið 2012 tóku þau hlöðuna undir sauðfé og eru nú með rúmlega 400 fjár á fóðrum. Auk sauðfjárræktarinnar reka þau Bryndís Eva og Bjarni verktakafyrirtækið „Búið og gert ehf.“ sem vinnur öll möguleg verkefni fyrir bændur í sveitinni og aðra aðila.  

Bjarni bóndi segir það mikilvægt að sauðfjárræktin búi við stöðugleika svo hægt sé að halda þeirri framleiðslu sem er í dag. „Þannig getum við vaxið sem atvinnugrein, við vöxum ekki með því að vera alltaf að fækka og fjölga. Við þurfum að koma kjötinu inn á góða markaði og leggjast á eitt um það, hvort sem við heitum sláturleyfishafar, bændur eða erum í störfum fyrir Markaðsráð kindakjöts eða Landssamtök sauðfjárbænda. Það vil ég meina að sé okkar stóra verkefni í dag.“

Þættirnir „Spjallað við bændur“ eru unnir af kvikmyndafyrirtækinu Beit fyrir Bændablaðið. Þeir eru aðgengilegir á vefsíðu Bændablaðsins, bbl.is, og einnig eru þeir sýndir á sjónvarpsstöðinni ÍNN.

Horfa á þáttinn

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...