Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Óli Björn Kárason.
Óli Björn Kárason.
Fréttir 3. ágúst 2017

„Stjórnvöld geta ekki setið hjá aðgerðalaus“

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir vanda sauðfjárræktarinnar tvíþættan og deginum ljósara að stjórnvöld geti ekki setið aðgerðalaus. Minnka verður framleiðsluna og hugsanlega taka upp kvótakerfi í sauðfjárrækt.

Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem situr í atvinnuveganefnd, sagði í samtali við Bændablaðið að fulltrúar í nefndinni hefðu rætt vanda sauðfjárræktarinnar sín á milli og að þeir hefðu áhyggju af stöðunni.

„Það er deginum ljósara að stjórnvöld geta ekki setið hjá að­gerðalaus. Spurningin er því með hvaða hætti á að leysa vandann.“

Tvíþættur vandi

„Persónulega lít ég að vanda sauðfjárbænda sem tvíþættan. Annarsvegar er tímabundinn vandi sem við er að glíma núna sem er minnkandi sala vegna gríðarlegrar verðlækkunar á kjöti í Evrópu vegna innflutningsbanns Rússa á matvæli frá Evrópu.

Við verðum líka að skoða skipulag sauðfjárræktarinnar til lengri tíma Það er alveg ljóst að það verður að draga úr sauðfjárframleiðslu í landinu án þess að ég átti mig á hversu mikill sá samdráttur þarf að vera en mér sýnist að hann sé verulegur.

Til þess að svo verði verða sauð­fjár­bændur annað hvort að bregða búi eða draga úr framleiðslu en ég tel líka augljóst að það verði að tryggja að þeir sem hafa lífsviðurværi að stærstum hluta af sauðfjárrækt geti gert það áfram.

Ætli lendingin verði ekki sú að taka upp kvótakerfi í sauðfjárrækt eins og er í mjólkurframleiðslu.“

Þingmenn hafa rætt vandann við bændur og fulltrúa afurðastöðva

Óli Björn segir að Atvinnuveganefnd hafi ekki hist formlega í sumar og því ekki rætt vanda sauðfjárbænda formlega. „Við höfum að sjálfsögðu rætt málið okkar á milli og svo höfum við sem þingmenn heimsótt bæði bændur og fulltrúa afurðastöðvanna í sumar og rætt vandann við þá.“

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...