Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Jurtaolía með smjörbragði er seld hjá helstu heildverslunum og t.d. notuð í bernaisesósu í staðinn fyrir smjör.
Jurtaolía með smjörbragði er seld hjá helstu heildverslunum og t.d. notuð í bernaisesósu í staðinn fyrir smjör.
Fréttir 16. júlí 2020

„Smjörolía“ í bernaisesósunni

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Í 12. tölublaði Bændablaðsins 18. júní sl. var fjallað um gervirjóma, eða þeytikrem, sem oft væri seldur fólki í stað hefðbundins rjóma. Í viðbrögðum við fréttinni barst blaðinu önnur ábending um vöru sem seld er í brettavís á Íslandi, svokölluð „smjörolía“, þó ekkert smjör sé að finna í henni. Veitingamenn nota olíuna til dæmis í staðinn fyrir ekta smjör til þess að búa til hina vinsælu bernaisesósu.  
 
Samkvæmt orðabók er smjörolía afurð sem fá má úr mjólk, rjóma eða smjöri með því að fjarlægja úr því vatn og fitulaust þurrefni. Orðið nær einnig yfir unna olíu úr smjöri  sem kölluð er „ghee“ og er vinsæl heilsuvara.
 
Í yfirferð um vöruupplýsingar á íslensku á vefsíðum heildverslananna Ísam, Garra, Innness og Danól er alls staðar að finna nafnið „Smjörolía“ yfir jurtaolíuna. Erlendar umbúðir gefa hins vegar réttar upplýsingar til kynna því þar kemur skýrt fram að hér sé á ferðinni „jurtaolía með smjörbragði“. Heildverslun Ásbjörns Ólafssonar gerir vel en þeir auglýsa á vefsíðu sinni „Sunbest olíu með smjörbragði“.
 
Guðrún Vaka Steingrímsdóttir, lögfræðingur Bændasamtakanna, fjallar um jurtaafurðir og önnur matvæli sem líkja eftir eiginleikum hefbundinna mjólkur- og kjötvara í pistlinum „Hvað er kjöt og hvað er mjólk?“ í nýju Bændablaði. Deilt hefur verið um réttmæti þess að nota heiti dýraafurða á merkingar þeirra.
 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...