Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
„Landhremming“ ört vaxandi í Evrópu
Fréttir 29. september 2015

„Landhremming“ ört vaxandi í Evrópu

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Í sumar kynnti Evrópuþingið rannsókn sem sýnir að alþjóðlegir fjárfestar hafa fyrir löngu byrjað að festa klær sínar í ræktarland í Evrópu með svokallaðri landhremmingu eða „Land Grabbing“. Er það þvert á fullyrðingar manna um að Evrópa væri undanskilin ásókn fjárfesta í ræktarland.

Rannsóknin var unnin af Transnational Institute í Amsterdam. Í rannsókninni kom í ljós að sú útbreidda skoðun að ásælni útlendinga í ræktarland ætti sér nær eingöngu stað í Afríku og í hluta af Asíu, stenst ekki lengur. Þvert á móti hefur komið í ljós að mjög fjölbreyttur hópur ólíkra fjárfesta, þar á meðal bankar, fjárfestingasjóðir og einkafyrirtæki, eru að hasla sér völl í kaupum á ræktarlandi í Evrópu.

„Það eru yfirgnæfandi sannanir fyrir því að landhremming eigi sér stað í ESB-löndunum í dag.“ Þá segir í skýrslunni að þó að þetta sé enn í frekar takmörkuðum mæli miðað við það sem þekkist í Afríku, Asíu, Suður-Ameríku og í fyrrum Sovétlýðveldum, þá sé þetta fyrirbæri sem „veki mönnum hroll innan ESB“ (creeping phenomenon in the EU).

Þörf á að endurskoða frjálst flæði fjármagns

Martin Häusling, þingmaður græningja á Evrópuþinginu, hefur gagnrýnt að sú stefna ESB að leyfa frjálst flæði fjármagns þvert á landamæri innan Evrópu, sé að valda vandræðum. Endurskoða þurfi þessa stefnu með hliðsjón af sjálfbærum landbúnaði í aðildarríkjum ESB.
Í rannsókninni kemur m.a. fram að í Rúmeníu er nú á milli 30–40% alls ræktarlands undir stjórn erlendra fjárfesta. Þróun er einnig sögð alvarleg í Búlgaríu og Póllandi. Enn sem komið er sé ástandið ekki eins slæmt í Eystrasaltslöndunum, Eistlandi, Lettlandi og Litháen, sem og í Tékklandi og í Slóvakíu. Hafa fjárfestar sótt í mjög lágt verð á landi í þessum löndum í samanburði við verð á ræktarlandi í Vestur-Evrópu. 

Samkvæmt rannsókninni koma atkvæðamestu fjárfestarnir (land grabbers) frá vestur-Evrópu, Kína, Kúveit og Katar.

Þetta fyrirbæri, „landhremming“, er að mati skýrsluhöfunda að leiða til hnignunar dreifbýlisins og um leið niðurbrots á hugmyndum Evrópubúa um fjölskyldubúskap. Þá kemur þetta líka í veg fyrir að ungt fólk hasli sér völl í landbúnaði.

Transnational Institute varar sterklega við því að raunáhrif að áframhaldandi landhremmingu fjárfesta muni leiða til þess að fæðuöryggi Evrópubúa verði stefnt í voða og að hætta sé á auknu atvinnuleysi.

Knúið í gegn með beitingu á fjármálalegu ofurvaldi

Þá kemur fram í skýrslunni að mikill skortur sé á gagnsæi þegar kemur að viðskiptum með ræktarland. Þá séu þau oft knúin fram í ofurvaldi fjármagns. Einnig sé oft um leynileg „vasaviðskipti“ að ræða og er þar m.a. bent á landhremmingu í Ungverjalandi. Slík viðskipti séu ekki uppi á yfirborðinu og aðeins um vasabókhald að ræða sem ekki komi upp á yfirborðið fyrr en banni við sölu á landi til útlendinga verði aflétt. Þá fyrst verði gjörningarnir skráðir opinberlega. Þangað til sýna opinber gögn að landið sé í eigu ungverskra ríkisborgara. Þá hefur Hungarian County Agricultural Chamber sýnt fram á 16 mismunandi afbrigði slíkra samninga. Áætlar ráðið að um ein milljón hektara ræktarlands í Ungverjalandi hafi skipt um hendur með slíkum vasasamningum við erlenda einstaklinga og fyrirtæki á undanförnum tveimur áratugum. Þar séu raunverulegir kaupendur m.a. frá Austurríki, Þýskalandi, Hollandi, Danmörku og Bretlandi. Áætlað hefur verið að þar sé um að ræða viðskipti upp á um 1,1 til 1,8 milljónir evra.

Leppar notaðir til að kaupa upp land

Í skýrslunni kemur einnig fram að þótt talið hafi verið að landhremming hafi verið frekar lítil í Póllandi á árunum 1999 til 2005, eða innan við 1% af ræktarlandinu, þá sé staðan þar gjörbreytt. Þótt pólsk lög banni enn eignarhald útlendinga á landi þar til í maí 2016, þá hafa pólskir bændur upplýst að um 200.000 hektarar í West Pomerania-héraði hafi verið keypt upp. Þar sé um að ræða fyrirtæki af hollenskum, dönskum, þýskum og breskum uppruna. Þessi viðskipti hafi farið fram í gegnum pólska leppa, „dummy buyers“, sem oft eru smábændur. Þeir séu í raun leigðir til að kaupa land og framselji síðan samningana til erlendra fjárfesta.

Í Slóvakíu mega útlendingar kaupa land svo fremi að þeir setji upp löglega starfsemi í landinu. Þar eiga útlendingar samkvæmt skýrslunni um 20.000 hektara, eða um 1% ræktarlandsins.

Í Tékklandi áttu útlendingar um 90.000 hektara þegar árið 2006, eða um 2,1% alls ræktarlands.

Í Litháen áætluðu sérfræðingar árið 2007 að útlendingar ættu 12–15.000 hektara, eða um 0,5% ræktarlandsins. Þar af ættu um 30 einstaklingar af erlendum þjóðernum um 10–12.000 hektara.

Í Lettlandi áttu sér stað 427 landsölur með þátttöku erlendra fjárfesta á árinu 2005. Slíkar sölur voru 512 árið 2006. Samsvara þessi viðskipti kaupum á um 2% alls ræktarlands þar í landi aðeins á þessum tveimur árum.

Erlendar fjárfestingar aukast hröðum skrefum

Í skýrslunni kemur fram að mestu viðskiptin með ræktarland hafi átt sér stað í Austur-Evrópu-löndum ESB á liðnum árum. „Heitustu“ löndin þessa stundina eru sögð Rúmenía, Búlgaría, Ungverjaland og Pólland. Beinar erlendar fjárfestingar í þessum löndum eru sagðar hafa aukist hröðum skrefum á síðustu árum. 

Menn ættu líka að hafa áhyggjur af jaðarlöndum ESB

Bent er á að á meðan landhremming í löndum Evrópusambandsins ætti að vera ráðamönnum verulegt áhyggjuefni, þá ætti líka að hafa áhyggjur af stórtækum landakaupum í löndum í jaðarlöndum Evrópusambandsins.

Um 4,3 milljónir hektara seldir í jaðarlöndunum

Vísað er til gagnagrunns Land Matrix þar sem fram kemur að viðskipti með 4,3 milljóna hektara landbúnaðarlands hafi verið að eiga sér stað í löndum sem liggja að ESB. Þetta er meira en áður hefur komið fram. Þar sé einkum um að ræða ræktarland í Úkraínu og í Rússlandi, en einnig í löndum við Miðjarðarhaf. Takmörkuð landakaup innan ESB-landanna kunni að stigmagnast í tengslum við þessi kaup í jaðarlöndunum. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...