Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Árni Freyr Magnússon, sem átti hugmyndina að slagorðinu sem var kosið sem slagorð Rangárþings ytra, fékk afhenta gjafakörfu frá Sólrúnu Helgu Guðmundsdóttur, formanni atvinnu-, jafnréttis- og menningarmálanefndar sveitarfélagsins, þegar úrslit úr samkeppninni urðu ljós.
Árni Freyr Magnússon, sem átti hugmyndina að slagorðinu sem var kosið sem slagorð Rangárþings ytra, fékk afhenta gjafakörfu frá Sólrúnu Helgu Guðmundsdóttur, formanni atvinnu-, jafnréttis- og menningarmálanefndar sveitarfélagsins, þegar úrslit úr samkeppninni urðu ljós.
Mynd / Rangárþing ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið. Fjölmargar tillögur bárust en sú sem vann kom frá Árna Frey Magnússyni en það er slagorðið „Fyrir okkur öll“.

„Með slagorðinu finnst mér sveitarfélagið gefa það skýrt til kynna að í Rangárþingi ytra sé samfélag sem hugsi vel um íbúa en býður á sama tíma gesti og þá sem vilja setjast að í sveitarfélaginu velkomna. Slagorðið undirstrikar að sveitarfélaginu sé bæði annt um fyrirtæki og fjölskyldur og allar þær fjölmörgu atvinnugreinar sem einkenna fjölbreytt atvinnulíf sveitarfélagsins.

Einnig býr slagorðið til samheldnistilfinningu hjá íbúum og þá tilfinningu að íbúar séu hluti af heild og að við séum samfélag sem skilji engan út undan. Vilji sé þá hjá sveitarfélaginu til að vera til staðar „Fyrir okkur öll“, segir Árni Freyr.

Skylt efni: Rangárþing ytra

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...