Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Jón Gnarr.
Jón Gnarr.
Mynd / TB
Fréttir 24. apríl 2020

„Ég trúi á hið fornkveðna: Þetta reddast!“

Höfundur: Ritstjórn

Í nýjum Kaupfélagsþætti í hlaðvarpi Bændablaðsins heldur Jón Gnarr því staðfastlega fram að það eigi að efla innlenda matvælaframleiðslu. Hann vill átak í því að bæta kjör og aðstæður garðyrkjubænda og segir nýjar reglur um innflutning á hampfræi alveg gráupplagðar. Að venju eru komið víða við og fátt sem er Jóni óviðkomandi. Hann rifjar upp tilraunir manna við innflutning á froskum og sauðnautum til Íslands og spyr hvort ekki séu sóknarfæri í því að rækta kanínur til manneldis.

ORG-International

Jón tekur dýfu í flugvallarumræðuna sem bar á góma í síðasta Bændablaði þar sem m.a. var kynnt hugmynd um byggingu alþjóðaflugvallar við Bessastaði. „Getum við ekki fengið smá pólitískan stuðning við svona hugmynd, að reisa alþjóðlegan flugvöll þarna einhversstaðar lengst úti á skerjum og væri svolítið töff? Hann væri úti á sjó eiginlega, samt væri stutt að fara frá Reykjavík og frá Álftanesi út á hann. Hann héti The Olafur Ragnar Grimsson International Airport. Það er um að gera að láta sig dreyma!“

Verðum fljót upp úr COVID-lægðinni

Íslendingar lifa alltaf í voninni að mati Jóns sem hefur trú á því að ferðamenn muni streyma hingað til lands fyrr en varir. Færri komist að en vilji. „Það verða fljótlega mikil uppgrip í öllu umstangi, vinnu og þjónustu. Jafnvel sem aldrei fyrr. Ég trúi á hið fornkveðna: Þetta reddast!“

Óskar eftir bréfum frá hlustendum

Í lok þáttar óskar Jón Gnarr eftir að komast í bréfasamband við hlustendur Kaupfélagsins í gegnum netfangið kaupfelagid@bondi.is. „Þið getið sent mér tölvupósta með athugasemdum, kvörtunum og leiðréttingum en vonandi hrósi. Ég er meira að óska mér þess að fá hrós og hugmyndir. Það væri verulega gaman að heyra frá ykkur,“ segir Jón.

Kaupfélagið er aðgengilegt í spilaranum hér undir og í öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...