Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
„Búið að stela Landgræðsluskólanum“
Mynd / HKr.
Fréttir 21. ágúst 2020

„Búið að stela Landgræðsluskólanum“

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Um Landgræðsluskólann sem stofnað er til af frumkvæði Land­græðsl­­­unnar var í gildi fjórhliða samn­ingur á milli utanríkisráðuneytisins, Háskóla Sameinuðu þjóð­­­anna, Landgræðslunnar og Land­­­­­búnaðar­­­­háskóla Íslands. Þar var landgræðslustjóri formaður stjórnar Landgræðsluskólans. Nú er þetta fyrirkomulag gjörbreytt og segir  Árni Bragason landgræðslustjóri í samtali við Bænda­­­blaðið að búið sé að stela skól­anum af Land­græðslunni. 
 
Breytt fyrirkomulag felst í því að Landgræðslu­skólinn heyri nú undir stofnun sem heitir GRÓ Þekkingar­miðstöðvar þróunar­samvinnu. Auk þess að vera eins konar regnhlíf í samstarfi við UNESCO yfir Landgræðslu­skólanum, þá heldur GRÓ utan um Sjávar­útvegsskólann, Jarðhitaskólann og Jafnréttis­skólann. 
 
Landgræðsluskólinn gerður að deild í LbhÍ
 
„Á fundi í júní tilkynnti GRÓ að það yrði samið við Landbúnaðar­háskólann en ekki Landgræðsluna um rekstur skólans. Síðan ætti Land­búnaðarháskólinn að leita til okkar um samning. Ég vil orða það þannig að það er búið að stela Landgræðsluskólanum frá Land­græðslunni því það vorum jú við sem settum hann upphaflega af stað. Nú er búið að gera hann að deild í Land­búnaðar­háskólanum,“ segir Árni Bragason landgræðslustjóri.  
 
Furðulegt að sniðganga fagstofnunina
 
„Ég var mjög ósátur við þetta og reyndi allt sem ég gat til að fá þessu breytt á þann hátt að það yrði bæði gerður samningur við Landgræðsluna og Land­búnaðar­háskólann.
 
Árni Bragason.
Ég get ekki neitað því að ég er verulega ósáttur við að rektor LbhÍ skyldi skrifa undir þennan samning og gangast undir að Landgræðsluskólinn yrði gerður að deild í Landbúnaðarháskólanum. Með þessu er búið að kasta fagstofnuninni út sem er mjög óeðlilegt í ljósi þess að starfs­fólk Landgræðslunnar hefur staðið fyrir  um það bil 60% af kennslunni. Þá verja nemendurnir einum þriðja af sínum tíma hjá Landgræðslunni og þau námskeið sem haldin hafa verið á vegum Landgræðsluskólans erlendis, hafa nánast alfarið verið borin uppi af starfsfólki Landgræðslunnar. Það er því vægast sagt furðulegt að sniðganga fagstofnunina í þessu dæmi,“ segir Árni Bragason. 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...