Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Ytra-Vallholt
Bóndinn 30. október 2014

Ytra-Vallholt

Núverandi ábúendur tóku við búi af foreldrum Hörpu 1999. Fénu var fjölgað og gömlu minkabúi, sem til var, breytt í fjárhús til viðbótar við 300 kinda hús sem fyrir voru.

Verið er að byggja aðeins í við þannig að fénu mun líklega  fjölga eitthvað á næstunni.

Býli:  Ytra-Vallholt.

Staðsett í sveit: Fyrrverandi Seyluhreppi í núverandi Sveitar­félaginu Skagafirði.

Ábúendur: Björn Grétar Friðriksson  og Harpa Hrund Hafsteinsdóttir.

Fjölskyldustærð (og gæludýra):
Friðrik Snær, 13 ára, Hafsteinn Máni, 11 ára og Birta Lind, 2 ára.

Stærð jarðar? Um 250 ha.

Gerð bús? Blandað bú.

Fjöldi búfjár og tegundir? 600 kindur, 50 hross, 2 hundar, 3 kettir og 3 hænur.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
Mjög misjafnt eftir árstíðum. Á veturna eru það gjafir og tamningar sem taka mestan tímann, á sumrin heyskapur og önnur tilfallandi verk.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Sauðburðurinn skemmtilegastur en biluð tæki og skítmokstur leiðinlegast.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Vonandi svipaður nema betra fé og betri hross.

Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Þau eru bara í góðu gengi.

Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Bara vel enda verið að framleiða úrvals vöru.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Lambakjöt og mjólkurvörur.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, smjör, ostur og rabarbara­sulta.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Mjög misjafnt eftir heimilismeðlimum.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar fyrsta hrossið okkar fór í fyrstu verðlaun. Búin að eignast mörg fyrstu verðlauna-hross síðan en það toppar ekkert gleðina yfir þessu fyrsta.

5 myndir:

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...