Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Í skýrslu Hafró í desember síðastliðinn, er meðaltal aldursskiptra vísitalna í fjölda næstliðinna sjö árganga í ýsu 2014 til og með 2020 rúmum fjórðungi hærra en tímabilið 1999 til 2005.
Í skýrslu Hafró í desember síðastliðinn, er meðaltal aldursskiptra vísitalna í fjölda næstliðinna sjö árganga í ýsu 2014 til og með 2020 rúmum fjórðungi hærra en tímabilið 1999 til 2005.
Fréttir 17. mars 2021

Ýsan vanmetin

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkvæmt því sem segir á vef Landssambands smábátaeigenda er ýsustofninn við landið vanmetinn og því ástæða til að bæta við veiðiheimildir.

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambandsins, segir að niðurstöður rallsins 2020 sýndu að ýsustofninn er í góðu ásigkomulagi og samkvæmt aflareglu ráðlagði Hafrannsóknastofnun um 9% aukningu frá fiskveiðiárinu 2019/2020.

„Í skýrslu Hafró í desember síðastliðinn, er meðaltal aldurs­skiptra vísitalna í fjölda næstliðinna sjö árganga í ýsu 2014 til og með 2020 rúmum fjórðungi hærra en tímabilið 1999 til 2005. Ráðlagður heildarafli nú er hins vegar aðeins 45.389 tonn en var fiskveiðiárið 2005/2006 105.000 tonn.

Jafnframt er meðalþyngd allra þeirra árganga sem nú er verið að veiða yfir langtíma meðaltali.
Nú er fiskveiðiárið hálfnað og staða margra útgerða farin að þrengjast. Í krókaaflamarkinu er búið að veiða um fjórðungi meira en það sem bátarnir fengu úthlutað samkvæmt aflahlutdeild. Með því að skipta þorski út fyrir ýsu úr aflamarkskerfinu hafa þeir aukið heimildir um 1.655 tonn. Þrátt fyrir það eru aðeins þúsund tonn eftir sem endast verður til loka fiskveiðiársins. Sambærilegur vandi er í aflamarkskerfinu, 11 þúsund tonn óveidd.

Fyrirsjáanlegt er að fjölmargar útgerðir, jafnt stórar sem smáar þurfa að óbreyttu að stöðva veiðar á næstunni. Við því þarf ráðherra að bregðast með því að bæta strax við heimildum en ekki bíða með það til 1. september.“

Örn segir að Landssamtök smábátaeigenda og Sjómannasamtökin hafi átt fund með sjávarútvegsráðherra um stöðuna og hafi ráðherra í framhaldinu komið á fundi milli samtakanna og hafrannsóknastofnunar.

Skylt efni: Ýsa fiskar

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...