Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Yfirvofandi mjólkurskortur
Utan úr heimi 30. janúar 2024

Yfirvofandi mjólkurskortur

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Mjólkursamlagið Tine í Noregi hefur boðað innflutning á mjólk. Allt stefnir í að innlend framleiðsla verði fimmtán milljón lítrum undir áætlaðri neyslu fyrstu þrjá mánuði ársins.

Ástæðan fyrir skortinum er minni mjólkurframleiðsla en spár gerðu ráð fyrir. Þetta hefur gerst þrátt fyrir að greiðslumark í landinu hafi verið aukið. Nokkrar deilur hafa kviknað vegna málsins í Noregi og er mjólkursamlagið gagnrýnt fyrir ónóga upplýsingagjöf. Hefði fyrr verið ljóst í hvað stefndi telja bændur að þeir hefðu getað brugðist við með aukinni framleiðslu.

Landbúnaðarráðuneytið í Noregi hefur skorist í leikinn með því að lækka innflutningstolla á mjólkurduft tímabundið til þess að halda verði á mjólkurvörum óbreyttu. Með því á að anna eftirspurn og verður duftinu blandað út í framleiðsluvörur í allt að þrjú prósent hlutföllum. Þegar kemur að mjólkurskorti hefur framleiðsla á fljótandi vörum og ostum forgang, á meðan framleiðsla á mjólkurdufti fyrir iðnað verður látin mæta afgangi.

Tine hefur sent út fréttatilkynningu þar sem mjólkursamlagið segist munu halda neytendum upplýstum um hvaða mjólkurvörur geti innihaldið innflutt mjólkurduft. Undanþága hefur fengist til að selja vörur í umbúðum með Nyt Norge merkið, sem er sambærilegt Íslenskt staðfest vottuninni, þrátt fyrir að varan innihaldi að hluta erlenda mjólk.

Ekki verði hægt að merkja hvert einasta ílát, en mjólkursamlagið mun leitast eftir að upplýsingarnar verði sjáanlegar í verslunum. Tine telur upp nokkrar mismunandi tegundir af jógúrti sem verða fyrir áhrifum. Að auki við mjólkurskort stefnir allt í að norsk eggjaframleiðsla nái ekki að anna eftirspurn.

Skylt efni: Noregur | mjólkurskortur

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...