Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Yfirlýsing frá Sambandi garðyrkjubænda
Fréttir 30. nóvember 2016

Yfirlýsing frá Sambandi garðyrkjubænda

Að gefnu tilefni skal það áréttað að merki um vistvæna vottun er Sambandi garðyrkjubænda óviðkomandi. Samband garðyrkjubænda hefur hins vegar einkaleyfi á vörumerkinu ,,Íslensku fánaröndinni“ en hún stendur fyrst og fremst fyrir íslenskan uppruna vörunnar. 

Þeir sem nota það vörumerki þurfa til þess leyfi frá Sambandi garðyrkjubænda. 

Um þessar mundir stendur yfir innleiðing á gæðakerfi og endurskoðun á reglum um fánaröndina. Í framtíðinni mun Íslenska fánaröndin vera tákn um íslenskan uppruna og að þeir sem merkið nota fylgi fyrirfram mörkuðum gæðaferlum sem teknir eru út af þriðja aðila. Þegar er hafið reynsluverkefni í samvinnu við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands vegna þess.

Samband garðyrkjubænda hvetur og styður félaga sína og aðra til að vanda til verka við merkingar og þiggur gjarnan ábendingar um það sem betur mætti fara í þeim efnum.  Jafnframt væri ánægjulegt að fá upplýsingar um þá sem eru til fyrirmyndar varðandi nákvæmni og gæði í merkingum.

Það er sameiginlegt verkefni framleiðenda, seljenda og kaupenda að standa vel að merkingum og veita nauðsynlegt aðhald til að svo megi verða.  Sambandi garðyrkjubænda er bæði ljúft og skylt að taka  þátt í því.

Skylt efni: Íslensk garðyrkja

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...