Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Lambalæri úr örslátrunarverkefni Matís í Birkihlíð.
Lambalæri úr örslátrunarverkefni Matís í Birkihlíð.
Mynd / Matvælastofnun
Fréttir 27. september 2019

Yfirheyrslum lokið yfir Sveini og Þresti og beðið ákvörðunar um hvort ákært verði

Höfundur: smh
Eins og fram hefur komið hér í Bændablaðinu á undan­förnum vikum voru bæði Sveinn Margeirs­son, fyrrverandi for­stjóri Matís, og Þröstur Heiðar Erlingsson, bóndi í Birkihlíð, kærðir af Matvælastofnun í nóvember á síðasta ári vegna örslátrunar­verkefnis Matís. Yfirheyrslum er lokið og er nú beðið ákvörðunar lögreglustjóra á Norðurlandi vestra hvort ákæra verði gefin út.
 
Í lok september á síðasta ári stóð Matís fyrir tilraun á nýrri aðferð við heimaslátrun á lömbum (örslátrun) á bænum Birkihlíð í Skagafirði og afurðirnar voru síðan seldar á bændamarkaði á Hofsósi. Matvælastofnun kærði Svein og Þröst vegna gruns um meint brot á lögum um slátrun og sláturafurðir, að sauðfé hafi verið tekið til slátrunar á starfsstöð sem ekki hafi leyfi til slátrunar og afurðirnar settar á markað án þess að þær hafi verið heilbrigðisskoðaðar í samræmi við lög. 
 
Viðurlög sektir eða fangelsi 
 
Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá umdæmi lögregl­unnar á Norður­landi vestra er yfir­heyrslum lokið og málið sé nú til skoðunar og yfirferðar hjá lögreglunni. Mun ákvörðun um framhald þess verða tekin eins fljótt og hægt er, en það er lögreglustjóri umdæmisins sem fer með ákæruvald í málinu. Brot gegn fyrrgreindum lögum varða sektum eða fangelsi allt að tveimur árum ef sakir eru miklar.
 
Þröstur var kallaður til skýrslutöku strax og kæra Matvælastofnunar kom fram í nóvember á síðasta ári. Sveinn var hins vegar kallaður til lögreglunnar á Blönduósi til yfirheyrslu nú síðsumars. Sveinn gekkst við ábyrgð í málinu í viðtali við Bændablaðið í ágúst, en tók jafnframt fram að hann hafi farið af stað með verkefnið í þeim tilgangi að sinna hlutverki Matís; að auka verðmæti landbúnaðarafurða og bæta matvælaöryggi. 
 
Þröstur sagði, í viðtali við blaðið í lok ágúst, að hann teldi sig ranglega liggja undir grun um að eiga einhverja sök í málinu. „Matvælastofnun lagði málið þannig upp fyrir lögregluna að ég hefði komið að því að selja kjötið á Bænda­markaðnum í Hofsósi, sem er alveg út í hött […] Þeim var full­kunnugt um að þetta var verkefni á vegum Matís, þeir kjósa að vilja ekki skilja það að Matís hafi verið með þetta verkefni,“ var haft eftir Þresti.

Skylt efni: örslátrun

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...