Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Yfirgnæfandi vilji til að stofna sölufyrirtæki fyrir afurðirnar
Mynd / BBL
Fréttir 5. október 2017

Yfirgnæfandi vilji til að stofna sölufyrirtæki fyrir afurðirnar

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Landssamtök sauðfjárbænda gengust nýverið fyrir könnun á meðal félagsmanna um afstöðu þeirra til ýmissa hagsmunamála. Var þar spurt út frá þeirri erfiðu stöðu sem nú er uppi til að betur mætti átta sig á hvað bændur vildu gera. 
 
Sala og markaðssetning kindakjöts er bændum greinilega mjög hugleikin og kom það greinilega fram í könnuninni. Í niðurstöðunum má líka greina megna óánægju bænda með afurðastöðvarnar sem margar hverjar eru þó að stórum hluta í þeirra eigu. 
 
 
Spurt var: „Að því gefnu að lög heimili eða lagaheimild fáist, telur þú skynsamlegt að stofna eitt sameiginlegt útflutningsfyrirtæki í eigu bænda til þess að sjá um útflutning á öllu íslensku lambakjöti?“
 
Vilja eitt sameiginlegt sölufyrirtæki fyrir innanlandsmarkað
 
Þótt skýr afstaða með eða á móti frekari sameiningum afurðastöðva liggi ekki fyrir, þá er sauðfjárbændum mjög umhugað um að stofnað verði eitt sameiginlegt sölufyrirtæki í eigu bænda til þess að sjá um sölu og dreifingu á öllu íslensku lambakjöti innanlands. Horfa menn þar greinilega til þess árangurs sem bændur innan Sambands garðyrkjubænda hafa náð í gegnum Sölufélag garðyrkjumanna. Telja um 57% sauðfjárbænda ýmist mjög eða frekar skynsamlegt að stofna slíkt fyrirtæki.  Hins vegar telja 24% bændanna slíkt óskynsamlegt eða mjög óskynsamlegt, en 19,1% voru hlutlausir í afstöðu sinni til spurningarinnar. 
 
Spurt var: „Að því gefnu að lög heimili eða lagaheimild fáist, telur þú skynsamlegt að stofna eitt sameiginlegt sölufyrirtæki í eigu bænda til þess að sjá um sölu og dreifingu á öllu íslensku lambakjöti innanlands?“
 
Mjög mikill áhugi á stofnun útflutningsfyrirtækis bænda
 
Þegar bændur voru spurðir um afstöðuna til þess hvort skynsamlegt væri að stofna eitt sameiginlegt útflutningsfyrirtæki í eigu bænda til þess að sjá um útflutning á öllu íslensku lambakjöti var afstaðan mjög skýr. Töldu um 79% bænda það ýmist mjög eða frekar skynsamlegt. Einungis 4% aðspurðra töldu slíkt mjög óskynsamlegt og 5,5% töldu það frekar óskynsamlegt. Þá voru 11,7% bænda hlutlausir gagnvart þessari spurningu.
 
Sauðfjárbændur voru spurðir fjölmargra annarra spurninga í þessari könnun, eins og um afstöðu þeirra til hugmynda fráfarandi landbúnaðarráðherra á lausn vanda 
sauðfjárbænda. – Sjá nánar á bls. 2 í nýju Bændablaði.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f