Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga er jákvæður fyrir skógrækt í landinu
Fréttir 12. apríl 2018

Yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga er jákvæður fyrir skógrækt í landinu

Höfundur: PH / HKr.
Ungir Íslendingar eru jákvæðastir fyrir skógrækt og 55 ára og eldri telja skógrækt mikilvægasta fyrir kolefnisbindingu.
 
Ný könnun sem Gallup hefur gert fyrir Skógræktina, Skógræktarfélag Íslands og Landssamtök skógareigenda sýnir mjög jákvætt viðhorf landsmanna til skógræktar. Langflestir Íslendingar telja að skógrækt hafi jákvæð áhrif á landið og telja mikilvægt að binda kolefni með skógrækt. 
 
Könnunin var lögð fyrir dagana 8.–21. mars. Í úrtakinu voru 1.450 manns af öllu landinu, 18 ára og eldri, handahófsvaldir úr viðhorfahópi Gallup. Alls svöruðu 814 manns spurningunum tveimur og var svarhlutfallið 56,1%. 
 
Spurt var annars vegar hvort fólk teldi skóga hafa almennt jákvæð eða neikvæð áhrif fyrir landið og hins vegar hversu mikilvægt fólk teldi að binda kolefni í skógum.
 
 
Unga fólkið jákvæðast
 
Jákvæðust áhrif á landið mælast meðal ungra Íslendinga á aldrinum 18–34 ára. Nærri þrír af hverjum fjórum þeirra telja skógrækt hafa mjög jákvæð áhrif á landið og enginn á því aldursbili telur áhrifin neikvæð. Mikilvægi kolefnisbindingar mælist hins vegar mest meðal fólks 55 ára og eldra. Ríflega níu af hverjum tíu þeirra telja það mikilvæga aðgerð.
 
Spurningarnar sem spurt var nú voru samhljóða tveimur spurningum í viðameiri könnun um viðhorf til skógræktar sem gerð var árið 2004. Þegar þessar tvær kannanir eru bornar saman kemur í ljós að stuðningur við skógrækt í landinu er svipaður og var 2004. Þó vekur athygli að þeim sem voru neikvæðir 2004 fækkar marktækt þegar spurt er um kolefnisbindingu með skógrækt. 
 
Ef marka má þessa könnun er því vaxandi stuðningur meðal landsmanna við þá leið að rækta skóg til að binda kolefni og hamla gegn loftslagsbreytingum. Jafnframt telja Íslendingar sem fyrr að skógrækt hafi jákvæð áhrif á landið. 
 
– Nánar er fjallað um könnunina á bls. 18 í nýju Bændablaði.

Skylt efni: Skógrækt

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...