Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Kengúrur á Indlandi.
Kengúrur á Indlandi.
Mynd / deccanherald.com
Fréttir 15. júní 2022

Yfirgefnar kengúrur vekja furðu á Indlandi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýverið var lögreglu í vesturhluta Bengal-ríkis á Indlandi tilkynnt um þrjár kengúrur sem væru að tefja umferð.

Eins og flestir vita eru kengúrur upprunnar í Ástralíu og því vakti talsverða furðu að þær skyldu finnast á umferðargötu á Indlandi.

Kengúrurnar þrjár eru sagðar varpa ljósi á sívaxandi vandamál á Indlandi og víðar um heim sem felst í ólöglegri verslun með villt dýr og ekki síst dýr í útrýmingarhættu.

Stöðutákn ósmekklegra meðaljóna

Talið er að kengúrunum hafi verið smyglað til Indlands með viðkomu í Nepal. Kengúrurnar voru mjög illa á sig komnar og vannærðar þegar tvær þeirra voru fluttar í dýragarð, þar sem þær munu dvelja í framtíðinni, en ein lést.

Líkt og víðar um heim eru framandi og sjaldgæf dýr og plöntur stöðutákn á Indlandi og vinsældir sem slík vaxandi meðal ósmekklegra nýríkra meðaljóna.
Samkvæmt opinberum tölum Traffic, stofnunar sem greinir ólöglega verslun með lífverur, lögðu tollayfirvöld á Indlandi hönd á yfir 70.000 framandi dýr af 84 mismunandi tegundum á árunum 2011 til 2020, sem smygla átti til landsins eða til annarra landa með viðkomu á Indlandi.

Ólögleg verslun með framandi og sjaldgæfar dýrategundir og plöntur er vaxandi vandamál um allan heim og hátt verð fæst fyrir lífverurnar og skiptir þá engu hvort um er að ræða sjaldgæfar skjaldbökur, páfagauka, lemúra, slöngur smáapa, orkideur eða kögurpálma.

Út á guð og gaddinn

Annað vandamál sem fylgir dýra- og plöntuversluninni er að þeir sem ásælast lífverurnar kunna sjaldnast að fara með þær né hafa viðeigandi aðstæður til að sinna þeim sem skyldi.

Dýrunum er líka iðulega sleppt út í náttúruna þar sem þeirra bíður ekkert annað en dauði. Einnig geta borist með lífverunum sjúkdómar og sníkjudýr sem ekki þekkjast í aðkomulandinu.

Skylt efni: kengúrur | Indland

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f