Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Yamaha Grizzly 700 SE.
Yamaha Grizzly 700 SE.
Á faglegum nótum 13. júní 2016

Yamaha Grizzly 700 SE – Sterklegur vinnuþjarkur frá Arctic Trucks

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Fyrir stuttu síðan átti ég erindi í Arctic Trucks og hitti þar Björn Ingvar, sölumann á Yamaha fjórhjólum og mótorhjólum.
 
Hann bauð mér að prófa Yamaha Grizzly 700 fjórhjól sem hann er með í búðinni. Sjaldan hef ég dótinu neitað og var fljótur að þiggja boðið. Með fjórhjólið á kerru fór ég upp á Sandskeið og prófaði fjórhjólið á misgóðum slóðum sem eru við Sandskeið og Bolaöldur. 
 
Skemmtilegt viðbragð í 700cc vélinni
 
Eftir að hafa prófað hjólið í litlu æfingabrautinni á Bolaöldum til að finna hreyfingarnar í hjólinu var farið í slóðaakstur. Hjólið er glettilega stöðugt og þægilegt að keyra, en mest fannst mér um rafmagnsstýrið sem tekur af öll högg þegar ekið er í ósléttu og á steina miðað við fyrri fjórhjól sem ég hef keyrt. Í lága drifinu með öll hjól læst hefur mér oft fundist fjórhjól sem ég hef verið að keyra vera óstöðug á hraða, en Grizzly 700 lullaði yfir steinana og hindranirnar sem fyrir hjól var lagt eins og ekkert væri.  Næst var það að prófa hröðun og snerpu, en á augnabliki var ég kominn upp í 90 km hraða svo ekki vantar aflið í þetta hjól.
Hjólið sem ég prófaði var með spili frá WARN og í hjólinu eru mörg hólf og þar af eitt sem er vatnshelt. 18 lítra bensíntankurinn er nú kominn undir ökumannssætið sem gerir hjólið stöðugra í akstri. Að keyra hjólið á venjulegum malarvegi er margsinnis betra en að taka fjórhjóladrifið af og vera bara í afturhjóladrifinu.
 
Bögglaberarnir að framan og aftan bera mikið, en uppgefin þyngd að framan er 50 kg að framan og 90 kg að aftan. 
 
Mikið er af varúðarmiðum á hjólinu eins og á öðrum fjórhjólum, þessa miða á að virða og fara eftir því að bæði hér á landi og erlendis hefur slysatíðni á fjórhjólum frekar verið að aukast þegar fækkun er almennt í öðrum slysum. 
 
Verðið á Yamaha Grizzly er frá 2.200.000, en fjórhjólið sem ég prófaði kostar 2.420.000. Allar nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðunni www.yamaha.is. 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...