Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Waterloo Boy varð John Deere
Á faglegum nótum 16. febrúar 2018

Waterloo Boy varð John Deere

Höfundur: Vilmundur Hansen

Árið 1893 stofnaði John Froelich ásamt viðskiptafélögum sínum fyrirtæki sem þeir kölluðu The Waterloo Gasoline Traction Engine  í Iowa-ríki í Norður-Ameríku. Fyrirtækinu var ætlað að framleiða og selja uppfinningu Froelich sem var fyrsta bensínknúna dráttarvélin.

Þrátt fyrir góðan vilja sýndu væntanlegir kaupendur dráttarvélinni lítinn áhuga og aðeins fjórar slíkar voru settar saman og tvær seldust. Báðum var skömmu síðar skilað aftur til verksmiðjunnar vegna óánægju kaupendanna.

Nýir eigendur

Tveimur árum seinna skipti fyrirtækið um eigendur og fékk nafnið The Waterloo Gasoline Engine Company. Nýir eigendur ákváðu að hætta framleiðslu dráttarvéla og einbeita sér að smíði bensínmótora.

Rúmum einum og hálfum áratug síðar og mikla hönnunarvinnu hóf fyrirtækið aftur framleiðslu á dráttarvélum sem komu á markað. Fyrstu vélarnar fóru á markað 1911 en engin þeirra seldist. Tveimur árum síðar framleiddi fyrirtækið tuttugu dráttarvélar sem fengu heitið Waterloo Boy.

Traktorinn kallaðist Waterloo Boy One-Man Tractor og sagður 25 hestöfl og mikið stykki sem ætlað var til stórplæginga á sléttunum miklu. Fyrirtæki hóf fljótlega framleiðslu á minni týpu sem var rúm 14 hestöfl, tveggja strokka.

Model R Wateloo Boy

Hjólin fóru að snúast fyrir alvöru hjá The Waterloo Gasoline Engine Company árið 1914 þegar það setti á markað traktor sem kallaðist Model R Waterloo Boy og með einum gír áfram og öðrum aftur á bak.

Öllum á óvart urðu vinsældir þeirrar vélar gríðarlegar og á næstu árum seldust meira en átta þúsund slíkar. Framleiðslu Moder R var hætt 1923. Model N, sem sett var á markað 1916, naut einnig mikilla vinsælda enda tæknilegri að því leyti að hann var með tvo gíra áfram og einn aftur á bak.

Bæði Model R og N brenndu steinolíu en ekki bensíni eins og forverar þeirra.

Deere & Company

Aftur urðu eigendaskipti á fyrirtækinu árið 1918 þegar Deere & Company keypti Waterloo Gasoline Engine Company með öllum skrúfum og skinnum fyrir 2,1 milljónir dollara sem var mikill peningur á þeim tíma. Nýju eigendurnir höfðu mikla trú á og mikinn áhuga á að komast inn á dráttarvélamarkaðinn en tilraunir þeirra höfðu mistekist til þess.

Ástæða þess að Deere keypti framleiðanda Waterloo Boy var einföld. Dráttarvélin var einfaldlega sú besta á markaði á þeim tíma. Eftir eigendaskiptin var enn skipt um nafn og nú hét það John Deere Tractor Company en til að byrja með voru dráttarvélarnar seldar undir heitinu Waterloo Boy. Árið 1923 var nafninu breytt í John Deere Model D.

Í dag er John Deere með stærstu framleiðendum dráttarvéla og landbúnaðartækja í heiminum, auk þess sem fyrirtækið er stórtækt í framleiðslu tækja til skógarvinnslu.

Skylt efni: Gamli traktorinn

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...