Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Wasabi til sölu á fiskmarkaði í Tókíó.
Wasabi til sölu á fiskmarkaði í Tókíó.
Mynd / Wikimedia commons: hfordsa
Fréttir 18. mars 2016

Wasabi-ræktun í gróðurhúsum Barra

Höfundur: smh
Nýverið bárust fregnir af því að íslenskt nýsköpunarfyrirtæki, Wasabi Iceland, hefði náð að ljúka fjármögnun sem nemur 50 milljónum króna, fyrir verkefni sem felst í því að hefja ræktun á wasabi-jurtinni í húsakynnum gróðrarstöðvarinnar Barra á Fljótsdalshéraði.
 
Fyrirtækið var stofnað af þeim Johan Sindra Hansen og Ragnari Atla Tómassyni á síðasta ári, en gert er ráð fyrir að ræktun hefjist með vorinu. Gáfu þeir félagar ekki færi á viðtali en sögðust ætla að láta verkin tala. 
 
Alvöru wasabi er afar eftirsótt og verðmætt hráefni til matargerðar – einkum er það notað í sushi-rétti – enda þykir jurtin mjög erfið í ræktun. Stöngullinn er þá raspaður niður þannig að úr verður mauk sem svo er notað í matargerðina. Blöðin eru einnig æt.
 
Bragðið þykir ekki ósvipað piparrót, enda er hún gjarnan notuð með sinnepi og öðrum hjálparefnum til að búa til eftirlíkingu af wasabi-mauki.
 
Í viðtali við Ríkisútvarpið frá því í byrjun febrúar síðastliðnum segir Skúli Björnsson, framkvæmdastjóri Barra, að aðstæður og búnaður í gróðurhúsum Barra henti vel til að stýra aðstæðum við ræktun á wasabi. Gert er ráð fyrir að fyrsta uppskera verði að vori 2017.

Skylt efni: wasabi | Barri | Wasabi Iceland

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...