Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Volkswagen VW UP.
Volkswagen VW UP.
Mynd / HLJ
Á faglegum nótum 16. júní 2015

VW UP virkar lítill en er samt furðu rúmgóður

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Fyrir tæpu ári síðan prófaði ég lítinn Suzuki með það í huga að kaupa nýjan smábíl fyrir þann sem er að fá sinn fyrsta bíl og er á fyrsta ári með bílpróf. Með þetta sama hugarfar fór ég í Heklu fyrir stuttu og fékk að prófa VW take UP smábíl þar sem yngri sonur minn er að fá bílpróf og vill nýjan bíl sem sinn fyrsta bíl. 
 
Sonurinn hefur ákveðið að kaupa nýjan traustvekjandi bíl í stað þess að kaupa eitthvað sem gæti hugsanlega verið ávísun á háa verkstæðisreikninga.
 
Góður innanbæjarbíll með gott rými fyrir fjóra
 
Volkswagen-bíllinn sem ég prófaði var 5 gíra VW UP bensínbíll með 60 hestafla vél og ber nafnið VW take UP. Að mínu mati hentar hann afar vel sem innanbæjarbíll, lipur og þægilegur í akstri við þröngar aðstæður og ótrúlega rúmt um ökumann og farþega í framsætum.
 
Þegar ég prófaði smábílinn frá Suzuki á síðasta ári bað ég vini mína, sem eru tæpir tveir metrar og rúmir tveir metrar, að setjast í aftursætin. Í þeim bíl vildu þeir ekki fara neitt með mér. Þessir sömu félagar settust inn í VW UP og voru hissa á rýminu, þó svo að þeir vildu ekki fara í langferð á þessum bíl myndu þeir sætta sig við rýmið í styttri ferðum. Mér var skemmt þegar þessir  fullvöxnu menn settust inn í bílinn og að sama skapi varð ég undrandi þegar ég sá þá máta aftursætin og að þeir höfðu þokkalegt olnbogarými, en hárgreiðslan ruglaðist smávegis hjá þeim hærri.
 
Sparneytinn og ódýr í rekstri
 
VW UP er með varadekk í fullri stærð og eyðir undir 5 lítrum á hundraðið (uppgefin meðaleyðsla er 4,1 l á hundraðið). Það eina sem ég gat sett út á bílinn var að hvergi sá ég neitt hólf sem hægt er að loka þannig að ef maður er með einhver verðmæti í bílnum eru þau alltaf sjáanleg. Einnig fannst mér mælaborðið biðja fullsnemma að skipt væri upp um gír og að sama skapi seint niður. 
 
Í prufuakstrinum prófaði ég bílinn á möl og þrátt fyrir að bíllinn væri á grófum heilsársdekkjum var ekki mikið malarvegahljóð undir bílinn. Á lausum malarvegi gat ég fundið virkni skriðvarnarinnar og ASR-spólvarnarinnar sem virka báðar vel.
Farangursrými er djúpt og glettilega mikið, mun stærra en maður ímyndaði sér áður en hlerinn að aftan var opnaður.
 
Eftir að ég hafði prófað bílinn ákvað ég að bjóða syninum í bíltúr og sjá hvernig honum líkaði. Eftir stuttan bíltúr sagði hann að þennan bíl þyrfti ekki að prófa meira, „förum í umboðið og verslum einn“. 
 
Vænlegri kostur að taka aðeins dýrari UP
 
Eftir að hafa skoðað UP-línuna (ódýrasti VW UP-bíllinn kostar 1.790.000) þá vorum við sammála að hagkvæmari kostur væri að kaupa aðeins dýrari bíl en VW take UP sem kostar 1.890.000 og fara í VW move UP sem kostar 2.190.000. Ástæðan væri að í honum er leiðsögukerfi (GPS), bluetooth, betri hljómtæki og sjálfvirk neyðarbremsa. Til að eignast svona bíl þarf ekki að borga meira en 10% út og hægt er að fá afganginn að láni til 7 ára. Miðað við þennan stutta reynsluakstur er VW UP bíll sem ætti að henta vel fyrir bæði litla og stóra. Ekki skemmir fyrir áliti mínu á bílnum að VW UP fær 5 stjörnur í árekstrarprófunum. Allar nánari upplýsingar um bílinn má finna á vefsíðunni www.hekla.is. 

4 myndir:

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...