Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Vorverkin í Eyjafjarðarsveit hófust mánuði fyrr en undanfarin ár
Gamalt og gott 23. mars 2022

Vorverkin í Eyjafjarðarsveit hófust mánuði fyrr en undanfarin ár

Í lok marsmánaðar fyrir tíu árum var sagt frá því á forsíðu Bændablaðsins að vorverkin væru hafin í Eyjafjarðarsveit, nánar tiltekið á bænum Ytri-Tjörnum.

Haft var eftir Benjamín Baldurssyni, bóndanum á bænum, að ríkjandi sunnanáttir allan marsmánuð með mildri veðráttu hafi leitt til þess að jörð væri klakalaus og því ekki eftir neinu að bíða með að hefja vorverkin. 

Hann sagði að þetta væri um mánuði fyrr en undanfarandi ár og mjög sjaldgæft að jörð sé orðin þíð svo snemma vors. „Þetta er að sjálfsögðu afar mikilvægt fyrir alla ræktun og þá sérstaklega kornræktina. Moldin er orðin ótrúlega þurr og því allt útlit fyrir að sáning geti farið fram með allra fyrsta móti í ár, þótt eflaust eigi eftir að koma einhver hret.

Farfuglarnir eru farnir að láta sjá sig, svo sem álftir, grágæsir og skógarþrestir. Þá hefur gráhegri einnig sést hér af og til síðustu daga en þeir eru frekar sjaldgæfir flækingar hér um slóðir,“ sagði Benjamín.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...