Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Í „Heimabyggð“ er sérstakur kælir fyrir vörurnar og sérsmíðaðar innréttingar og umgjörð, sem og hönnun kynningarefnis um vörurnar og framleiðendur þeirra.  Nú þegar hefur „Heimabyggð“ verið sett upp í verslunum Nettó í Mjódd og á Glerártorgi.
Í „Heimabyggð“ er sérstakur kælir fyrir vörurnar og sérsmíðaðar innréttingar og umgjörð, sem og hönnun kynningarefnis um vörurnar og framleiðendur þeirra. Nú þegar hefur „Heimabyggð“ verið sett upp í verslunum Nettó í Mjódd og á Glerártorgi.
Fréttir 18. mars 2021

Vörur úr heimabyggð í verslunum Samkaupa

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Samkaup hefur í samstarfi við íslenska smáframleiðendur hrundið af stað verkefninu „Heimabyggð“. Í því felst að íslenskum smáframleiðendum býðst nú að selja vörur sínar í sérstöku rými í völdum verslunum Samkaupa, undir nafninu „Heimabyggð“. 

Tilgangur verkefnisins er að gera vörum íslenskra smáframleiðenda hærra undir höfði og gera þær sýnilegri í verslunum Samkaupa.

„Við viljum styðja við íslenska smáframleiðendur og með Heimabyggð erum við að veita þeim sérstakt pláss í verslunum okkar. Það er mikilvægt, sérstaklega á tímum sem þessum, að styðja við íslenska framleiðslu og við hjá Samkaupum erum með skýra stefnu þegar kemur að stuðningi við nýsköpun og umhverfisvernd,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa. 

Verkefnið er unnið í samstarfi við Samtök smáframleiðenda matvæla og er stefnt að því að koma „Heimabyggð“ upp í verslunum Samkaupa víðs vegar um landið. Nú þegar hefur „Heimabyggð“ verið sett upp í verslunum Nettó í Mjódd og á Glerártorgi. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f