Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Matvælastofnun getur beitt stjórnvaldsákvörðunum vegna brota á dýravelferð.
Matvælastofnun getur beitt stjórnvaldsákvörðunum vegna brota á dýravelferð.
Mynd / ál
Fréttir 10. janúar 2025

Vörslusviptu fé slátrað og kúabændur sviptir leyfi

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Matvælastofnun hefur lagt stjórnvaldsákvarðanir á umráðamenn dýra undanfarna tvo mánuði.

Bóndi á Vesturlandi var sviptur vörslu á sauðfé 1. nóvember vegna brota á dýravelferð og var sú ákvörðun tekin að Matvælastofnun (MAST) kæmi fénu í sláturhús í staðinn fyrir að bóndinn sæi um það sjálfur. Frá þessu atviki er greint í yfirliti stofnunarinnar um stjórnvaldsákvarðanir á sviði eftirlits með dýravelferð og matvælaframleiðslu í nóvember og desember 2024.

Þar kemur einnig fram að bóndi á Vesturlandi hafi verið sviptur mjólkursöluleyfi vegna sóðaskapar í fjósi. Sá bóndi var jafnframt sviptur vörslu nautgripa sinna vegna skorts á getu.

Bóndi á Norðurlandi eystra var sviptur vörslu nautgripa sinna vegna alvarlegra brota á dýravelferð. Vörslusviptingin var síðar aftur- kölluð þar sem bóndinn lagði fram samning við utanaðkomandi bústjóra sem tók tímabundna ábyrgð á búrekstrinum. Fyrir liggur yfirlýsing um að búrekstrinum verði hætt eigi síðar en 1. mars 2025.

Stjórnvaldssekt að upphæð 326.400 krónur var lögð á sauðfjárbónda á Norðurlandi vestra vegna alvarlegra brota á dýravelferð í búskap sínum á vormánuðum 2024.

Kúabóndi á Vesturlandi var sviptur mjólkursöluleyfi vegna óþrifnaðar. Til þess að fá leyfið aftur þurfti hann, með endurteknum sýnatökum í tvær vikur, að sýna MAST fram á að mjólkurgæðin væru viðunandi. Jafnframt þurfti hann að sýna fram á að umhverfi mjaltaþjóns og allra rýma sem tengdust mjólkurframleiðslunni væru orðin hrein.

Stjórnvaldssekt að upphæð 300.000 krónur var lögð á fiskeldisfyrirtæki á Suðurlandi. Það hafði vanrækt að svipta eldisfisk meðvitund fyrir blóðgun eins og skylt er samkvæmt lögum.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...